fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Guðrún brotnaði niður þegar skattstjóri hringdi: „Hann bætti svo við að hann myndi redda málunum fyrir mig“

Fókus
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Sigurbjörnsdóttir, áhrifavaldur sem keppir fyrir hönd Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Global, segist ekki hafa átt sjö dagana sæla undanfarið. Líkt og virðist algengt meðal áhrifavalda þá lenti Guðrún í vanda við skattinn nýverið. Hún segir að það hafi þó endað vel því miskunnarsamur starfsmaður ríkisskattstjóra sá aumur á henni.

„Fyrir nokkrum mánuðum var ég mjög langt niðri og búin að loka mig af frá öllum og öllu í alltof langan tíma. Mér fannst allt ómögulegt, nýbúin að klessa bílinn minn og fleira sem ég ætla ekki að fara útí hérna. Ofan á það gerði ég skattaskýrsluna mína vitlaust og allt í fokki þar,“ lýsir Guðrún á Instagram.

Hún segist hafa verið heppinn með þann sem hringdi. „Ég man svo vel eftir símtali við skattstjóra sem fann greinilega á sér að mér leið ömurlega. Mögulega fann hann það á sér af því ég brotnaði niður í símtalinu og fór að gráta en hann sagði við mig veistu það birtir alltaf til þó manni líði ekki þannig alltaf. Og bætti svo við að hann myndi redda málunum fyrir mig,“ segir Guðrún.

Hún segist þakklát fyrir þetta símtal. „Þetta símtal gerði svo mikið fyrir mig, vildi bara henda þessu út hérna ef eitthver hérna er að bugast. Þetta reddast er frasi sem ég elska og vona að ég hafi náð að peppa eitthvern sem þurfti á því að halda með þessum dramatíska captioni,“ segir Guðrún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölgun hjá Pírata – „Við hjónaleysin erum himinlifandi“

Fjölgun hjá Pírata – „Við hjónaleysin erum himinlifandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn virtasti fjölmiðill heims fjallar um íslenska fasteign – Metin á 108 miljónir

Einn virtasti fjölmiðill heims fjallar um íslenska fasteign – Metin á 108 miljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Neyðaróp um kvöld

Sakamál: Neyðaróp um kvöld
Fókus
Fyrir 1 viku

Nítján ára íslensk kona græddi 720 þúsund krónur á þremur vikum á OnlyFans

Nítján ára íslensk kona græddi 720 þúsund krónur á þremur vikum á OnlyFans
Fókus
Fyrir 1 viku

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 1 viku

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans