fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Björgvin Pál

Fókus
Laugardaginn 2. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handknattleikskappinn Björgvin Páll Gústavsson opnar sig upp á gátt í nýútkominni bók, Án filters. Hér eru fimm hlutir sem þú vissir hugsanlega ekki um þennan fálkaorðuhafa og þjóðarhetju.

Flutti að heima 16 ára

Björgvin Páll byrjaði að búa sextán ára gamall og bjó í viðbyggingu við HK-heimilið, félagið þar sem handboltadraumurinn byrjaði að taka á sig mynd hjá markmanninum knáa. „Fyrsta íbúðin mín er í rauninni íbúð sem er tengd við HK-heimilið. Þegar ég var ekki heima hjá mér í þessari íbúð þá var ég inni í sal að leika mér með bolta, taka markmannsæfingu eða lyfta. Ég bjó þar í rauninni hvort sem ég var „heima“ hjá mér að horfa á sjónvarpið eða á æfingu,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Mónitor.

Fermingarmynd kveikti ást

Í sama viðtali við Mónítor sagðist Björgvin Páll hafa fallið fyrir eiginkonu sinni, Karen Einarsdóttur, eftir að hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg hjá félaga sínum, Jóhanni Gunnari Einarssyni, bróður Karenar. „Ég sagði svona: „Er þetta systir þín uppi á vegg, Jói? Gefðu mér númerið hennar.“ Þetta byrjaði þá bara sem grín gagnvart honum að ég fór að senda henni SMS. Síðan vatt þessi fíflaskapur upp á sig og við héldum einhverju sambandi í gegnum SMS-skilaboð þangað til hún mætti á leik hjá okkur og þá sá ég hana uppi í stúku og varð eiginlega bara heillaður strax.“

Vistaður á BUGL

Í viðtali við DV árið 2010 sagðist Björgvin Páll hafa verið vandræðagemlingur í æsku, sem endaði á því að hann var vistaður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um stutta hríð. „Þegar ég kom þarna inn má segja að ég hafi ekki verið jafnbrjálaður eða virkur og menn héldu fyrst. Ég var nú bara þarna í körfubolta og að hugsa málin í rauninni. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið þarna inn.“

Mjög trúaður

„Ég er mjög trúaður og barnatrúin sem amma mín lagði áherslu á þegar ég var yngri hefur vaxið með mér. Ég fer með stutta bæn á marklínunni rétt áður en leikurinn hefst og ég hef trú á því að ég og liðið fáum hjálp frá æðri máttarvöldum,“ sagði markmaðurinn í viðtali við 24 stundir árið 2008.

Ketó

Björgvin Páll er á ketómataræðinu til að bæta samband sitt við mat. Hann finnur mikinn mun á sér á mataræðinu, eins og hann sagði frá í viðtali við DV fyrr á þessu ári. „Þessi blessaða ketóflensa er eitthvað sem ætti í raun að heita kolvetnaflensa, þar sem einkennin tengjast því að við erum orðin svo kolvetnaháð. Ég var á þannig stað andlega og líkamlega að einhver smá höfuðverkur eða slappleiki var ekkert til að tala um og ég fór að finna fyrir kostum þess að vera á ketó frekar fljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi