fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“

Fókus
Föstudaginn 15. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk úr litlum bæjarfélögum er yfirleitt vingjarnlegra,“ segir Eliza Reid, forsetafrú Íslands, en hún var gestur í bandaríska spjallþættinum The Social.

Eliza segir að leið hennar að Bessastöðum hafi byrjað á blindu stefnumóti, þegar þau Guðni voru saman í skóla í Bretlandi. Bætir hún við að hún hafi svo sannarlega lagt sitt af mörkunum til að tryggja stefnumót við núverandi Íslandsforseta.

„Kvöld eitt var söfnun og karlmennirnir röðuðu upp bollum úr frauðplasti og hver bolli var merktur einum einstaklingi. Við konurnar áttum að kaupa miða og merkja miðana með okkar eigin nöfnum og síðan setja þá í mismunandi bolla. Þá áttu mennirnir að draga upp nafn af handahófi og þurftu síðan, í kjölfarið, að bjóða út þeirri dömu sem var dregin upp,“ segir Eliza.

„Mér þótti þessi Íslendingur heillandi og skemmtilegur, þannig að ég keypti tíu miða og setti átta í bollann hans. Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir ef ég setti alla tíu, en líkurnar voru mér hagstæðar.“

Eliza segist einnig hafa sýnt frumkvæði mörgum árum síðar þegar kom að bónorðinu. „Það er rétt, ég bað hans,“ segir Eliza.

„Ég hef rödd, ég er ákveðin manneskja. Þegar ég sagðist vilja gifta mig þá lét ég hann bara vita af því.“

Viðtalið má sjá í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni