fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Íslendingar í klámiðnaðinum – Þekkir þú til Latexdrottningarinnar og Víkingaprinsessunnar?

Fókus
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga Latexdrottning, Víkingaprinsessa og framleiðandi frá Rúmeníu sameiginlegt? Jú, þetta eru stjörnur Íslands í hinum víða bransa skemmtiefna handa fullorðnum, betur þekkt sem iðnaður klámheimsins. Þetta eru Íslendingarnir sem hafa fínar tekjur af því að fækka fötum eða stunda samræði á skjánum eða aðra lostaleiki á opinberum vettvangi.

Kalli og kroppurinn

Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason varð landsfrægur á dögunum þegar hann fann fjölskyldu sína í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 en hann var ættleiddur frá Rúmeníu sem barn. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann er fæddur árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Stefán starfar við framleiðslu á klámi og gengur undir sviðslistanafninu Charlie Keller.

Stefán er með opinn Snapchat-reikning þar sem hann leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með öllu sem við kemur starfinu. Fyrsta verkefni sem hann tók að sér var á Spáni, sem hermt er að hafi verið vandræðaleg og erfið reynsla en fljótt fór Stefán að þróa sig áfram og hefur haft prýðilegar tekjur af klámiðnaðinum.

Með tímanum fór hann þó að minnka það að spóka sig á skjánum á Adamsklæðunum og fór hann þá að vinna fyr­ir fyr­ir­tækið Stax­us, en þar er hans aðalstarf fólgið í því að finna fyr­ir­sæt­ur fyr­ir verk­efni.

 

Víkingaprinsessan

Tindra Frost hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem hefur fylgst með Vikunni á Instagram á DV.is. Tindra heitir í raun Tinna Gunnarsdóttir. Hún er 28 ára, á mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og hefur unnið til verðlauna fyrir leik í klámmyndum. Hún hefur búið í Bretlandi um árabil en árið 2012 kallaði erótíski heimurinn á hana og hún hlýddi því kalli.

Í sjö ár hefur Tinna leikið í fjölmörgum kvikmyndum, komið fram í sjónvarpi og setið fyrir á síðum svokallaðra fullorðinsblaða. Tinna kallar sig Víkingaprinsessuna í klámheiminum og er hennar aðalstarf að leika í klámmyndum og sitja fyrir, sem og að bera sig á Snapchat fyrir fylgjendur sem greiða fé fyrir að sjá hana striplast.

Þá tekur hún upp á ýmsu klámtengdu á samfélagsmiðlum og leikur við vefmyndavél fyrir áhugasama. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst og sérpanta myndir eða myndbönd. Þykir Tinna skara fram úr í sínu fagi og fær meðal annars 87 stig af 100 mögulegum á svokölluðum bombumæli, eða „babe rating“, á bombusíðunni FreeOnes.

Latexdrottningin

Hin ónefnda Latexdrottning svokallaða er fyrirsæta, leikkona og stundar ýmis konar leiki fyrir framan vefmyndavél og hefur gert í nokkur ár. „The Latex Queen“, eins og hún kýs að kalla sig, er dugleg að halda nafnleynd en gengur víða undir nafninu Alissa Bathory. Hún er Íslendingur, með búsetu hér á landi en ættuð frá Rússlandi. Alissa er fædd árið 1987, hún er 168 á hæð og sérhæfir sig í BDSM-geiranum, ekki síst þá refsingum í ýmiss konar myndum.

Alissa er virk á samfélagsmiðlum og er allt um reglur hennar og gildi að finna á vefsíðu Latexdrottningarinnar. Stafrænar samverustundir með þessari drottningu eru annars vegar ekki í ódýrari kantinum, en lægsta gjald hennar er 400 krónur mínútan. Hún hefur svo sannarlega sinn staðal en leðurdýflissan sem Alissa spókar sig í er sjálfsagt ekki ódýr í rekstri heldur.

 

UTAN KLÁMSINSStórgræðir á nektarmyndum

Þrátt fyrir að vera ekki beinlínis kennd við klámiðnaðinn er vert að nefna Playboy-fyrirsætuna og athafnakonuna Örnu Báru Karlsdóttur, sem hefur gert garðinn frægan með því að selja fáklæddar myndir af sjálfri sér. Arna hóf fyrst ferilinn fyrir Playboy árið 2006 og hefur góðar tekjur af þessu viðskiptamódeli. Arna er mikill unnandi mannslíkamans og stundar það sem hún kallar „nude-art“ af engri feimni.

ÍSLENSKU KLÁMMYNDIRNAR – Bráðin og leyndardómarnir

Upp úr aldamótunum varð gífurlegt ris í ljósbláu efni á íslenskum sjónvarpsstöðvum og almennri útbreiðslu í þeim efnum, þökk sé netinuog ekki síst háhraðatengingum. Lítið hefur þó bólað á dreifingu og fjármögnun slíks efnis í gegnum árin en þó voru engu að síður tvö verkefni sem vöktu umræðu á sínum tíma. Fyrst er það sjónvarpsþáttaröðin Leyndardómar Skýrslumálastofnunar, en það voru séra Davíð Þór Jónsson og tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson í Bang Gang sem áttu heiðurinn af myndinni að frumkvæði Skjás 1. Með aðalhlutverkið fór enginn annar en Charles Róbert Onken en hann þekktu margir undir nafninu Bad Boy Charlie. Skemmst er að segja frá því að í kjölfar útgáfu þessara þátta fór Charlie að verða gríðarlega eftirsóttur, þá sérstaklega á meðal kvenpeningsins.

Síðan ber að nefna erótísku stuttmyndina Bráðin, sem sjónvarpsstöðin Sýn frumsýndi með látum árið 2001. Myndinni var leikstýrt af Böðvari Bjarka Péturssyni og fjallaði um ástarþríhyrning á vinnustað í Reykjavík. Myndin var um 20 mínútur að lengd og skartaði sjóðheitri ástarsenu í lyftu þar sem enginn afsláttur var veittur. Með helstu hlutverk fóru Halldóra Jónsdóttir og Karl Magnús Grönvold, betur þekktur af mörgum sem Brasilíufanginn. 

Úr Bráðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki