fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Júlíana rifjar upp óþægilegt gigg: „Maður er að reyna við einhverja menn sem eru með konunum sínum“

Fókus
Fimmtudaginn 31. október 2019 14:00

Júlíana Sara í Venjulegt Fólk. Mynd: Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions hjá Áttan Miðlar.

Júlíana Sara hefur slegið rækilega í gegn meðal landsmanna, fyrst í þáttunum Þær Tvær og nú í Venjulegt Fólk.

Aðspurð hvað sé það óþægilegasta sem hún hefur lent í á ferlinum segir Júlíana:

„Ætli það sé ekki þegar ég var að byrja og var að taka að mér alls konar gigg að vera svona leyniþjónn,“ segir hún og útskýrir hvað felst í því að vera leyniþjónn.

„Þú kemur inn í veislu og fólk heldur að þú sért þjónn en þú ert í raun að skemmta, þú ert að gera þig að fífli og gera alls konar heimskulegt. Það er svo óþægilegt. Því það veit enginn hver þú ert og allir halda að þú sért bara þjónn en þú ert bara gera þig að fífli, í sleik við næsta mann og uppi á borði og eitthvað. Þetta er bara til. Þú gerir þig að eins miklu fífli og þú getur og fólk hefur gaman af þér en samt ekki í of miklu magni. Og svo í endann er það tilkynnt að þú hafir verið að leika. En þetta er það óþægilegasta sem ég hef gert, enda gerði ég þetta bara einu sinni,“ segir Júlíana.

„Þetta er fyndið í endann [þegar fólk fattar þetta]. Maður er að reyna við einhverja menn sem eru með konunni sinni. Þetta er mjög óþægilegt.“

Stökk úr leigubíl á ferð

Júlíana Sara rifjar upp þegar hún stökk úr leigubíl á ferð.

„Það var í glasi, þegar ég var yngri. Þarf ég að fara nánar út í það. Ég bara gerði það,“ segir hún og hlær, en Egill vill fá að vita meira.

„Þetta var þannig að ég var búin að vera rosalega dónaleg við leigubílstjórann og ég tek það fram að ég er alls ekki stolt af þessu. Ég var mjög ung þarna og var með vinkonum mínum í bílnum og þær halda áfram að rífa kjaft. Hann byrjar að keyra af stað,“ segir Júlíana og segir að í augnablikinu hafi hún haldið að leigubílstjórinn væri að fara með hana eitthvert þegar í raun hann væri að fara með hana niður á lögreglustöð því hún var svo dónaleg.

„Þannig ég opna bílhurðina og stekk út. Ég upplifði mig þarna eins og ég væri í einhverri spennumynd. Ég stóð upp eftir fallið, stelpurnar héldu að ég hefði drepist. En ég stóð upp og bara: „Eigum við að koma?““

Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4P5HcbF_Gj/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir