fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

„Mistería hefur gert heimili landsins hreinni en þau hefðu annars verið“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 27. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvörp njóta sífellt meiri vinsælda en eitt slíkra, Mistería, hefur slegið rækilega í gegn. Þar fara vinkonurnar Tinna Björk Kristinsdóttir og Árnný Guðjónsdóttir yfir óleyst sakamál.

Í þáttunum er farið vandlega ofan í kjölinn á dularfullri atburðarás og ljóst er að baki hverri umfjöllun liggur mikil heimildavinna. Tildrög þáttanna segja stelpurnar tilkomin vegna sameiginlegs áhuga þeirra á dularfullum atburðum. „Við elskum að grúska í málefnum sem vekja áhuga okkar og hér höfum við hinn fullkomna vettvang fyrir það,“ segir Árnný og heldur áfram. „Það er eitthvað við óleyst sakamál sem og ráðgátur sem heillar okkur. Dulúðin er svo heillandi því það veit enginn hvað hefur átt sér stað í raun og veru nema kannski mögulegur gerandi ef málið er af slíkum meiði. Hann hefur í þessum tilfellum hvorki stigið fram né fundist. Þetta gefur tækifæri til að fara yfir hina ýmsu vinkla á málinu og gefur hlustendum og okkur sjálfum færi á að mynda eigin kenningar út frá þeim gögnum og upplýsingum sem þegar liggja fyrir.“


Spurð hvort eitthvert frásagnarmynstur veki meiri áhuga en annað segir Árnný það fyrst og fremst vera mál þar sem margar skýringar komi til greina. „Við erum ekkert að takmarka okkur við neitt eitt ákveðið umfjöllunarefni þó svo að mannshvörf séu kannski eðli málsins samkvæmt svolítið nærtækur málaflokkur til umfjöllunar. Það er í sjálfu sér mjög misjafnt hvar við finnum þessar sögur, sumar höfum við báðar heyrt af og farið yfir en annað eru mál sem kannski önnur okkar hefur heyrt og kynnt sér að einhverju leyti og hin hellir sér svo í. Eftir að við byrjuðum með hlaðvarpið eru svo hlustendur farnir að senda okkur ábendingar sem er mjög gaman. Það er af nægu að taka í þessum efnum en við takmörkum okkur ekki bara við sakamál því við ætlum að skoða ýmsar aðrar ráðgátur svo sem flugslys, dularfulla staði og atburði.“

Öll málin eru óleyst
Samhliða því að sanka að sér sakamálasögum starfar Árnný sem lögmaður en hún hefur sinnt margvíslegum störfum frá útskrift ásamt því að sinna sjálfboðastörfum bæði hér heima sem og á alþjóðavettvangi fyrir einstaklinga með MND-sjúkdóminn. Hún býr með Tryggva Frey Torfasyni leikara en Tinnu kynntist hún einmitt í gegnum hann. „Tryggvi og Tinna eru bæði úr Hveragerði en Haukur, bróðir Tinnu, er besti vinur Tryggva. Það kannast margir við Tinnu en hún starfar sem skemmtikraftur og við verkefni tengd samfélagsmiðlum í gegnum notandanafn sitt Tinnabkr. Tinna hefur talsvert meiri reynslu en ég þegar kemur að svona hlaðvarpsgerð en hún stjórnar Þarf alltaf að vera grín ásamt Tryggva og Ingólfi Grétarssyni, sambýlismanni sínum. Eftir að Ingó kom inn í lífið hjá Tinnu urðum við öll bestu vinir og erum búin að ferðast heilmikið saman og hlæja endalaust mikið og skapa ótrúlega góðar minningar á stuttum tíma. Tinna hafði gengið með þennan draum í mörg ár og áður en þau fóru í að gera, Þarf alltaf að vera grín, þá var þetta alltaf á dagskránni. Þarf alltaf að vera grín, varð svo mun stærra en þau þorðu að vona þannig að svona hlaðvarp sat á hakanum. Í vor fór Tinna aftur að ræða þessa hugmynd en vantaði meðstjórnanda og þá ákvað ég að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og stinga upp á sjálfri mér. Í kjölfarið fórum við af stað í undirbúning.“

Árnný ítrekar jafnframt að ólíkur bakgrunnur þeirra komi sér vel við gerð þáttanna. „Ég elska fátt eins mikið og gott excel-skjal með upplýsingum og hef unun af því að grúska í heimildum til að kanna hvort eitthvað sé raunveruleg staðreynd eða ekki. Tinna tók hins vegar alla mögulega sálfræðiáfanga og hefur afar skapandi og frjóa hugsun og er því mun betri í að setja fram hinar ýmsu kenningar varðandi málin og skoða hvað gæti mögulega hafa gerst. Við tökum okkur þó ekki of alvarlega því öll málin sem eru til umfjöllunar eru óleyst og við vitum að við erum ekki að fara að leysa þau, en við leggjum okkur fram við að kanna sem flesta vinkla og þar vinna ólíkir styrkleikar okkar best saman. Við erum alla vikuna að spá í nýtt mál og velta upp upplýsingum og kenningum, síðan tökum við frá svona hálfan dag í tökur, þá tekur Ingó við þættinum og vinnur hann. Að því loknu klippir Tinna hann með honum og svo bætir hann inn geggjaða hljóðheiminum okkar sem Hafsteinn Þráinsson, Ceastone, bjó til fyrir okkur.“

Prentaðar bækur henta ekki öllum
Vinsældir hlaðvarps eru sannarlega að aukast, teljið þið það bitna á bókalestri eða er hlaðvarp hluti af hraðara samfélagi þar sem fólk þarf helst að gera tvennt eða meira í einu?

„Hlaðvarpið er eitthvað sem er að bætast við flóruna, prentaðar bækur henta ekki öllum og það er bara frábært að núna sé unnt að sækja sér þekkingu og afþreyingu í gegnum símann sinn eða önnur raftæki, þróunin er hröð í þessum heimi og það sem skiptir mestu máli er að hafa gagnrýna hugsun á það efni sem maður er að neyta, hvort sem það er á formi hlaðvarps, hljóðbóka, rafbóka eða prentrits. Hlaðvörp eru frábær leið til að láta leiðinleg verkefni verða að gæðastund, við vitum að minnsta kosti að bæði Þarf alltaf að vera grín og Mistería hafa gert ýmis heimili landsins mun hreinni en þau hefðu annars verið.“

Og stöllurnar viðurkenna að viðbrögð hlustenda hafi komið þeim gríðarlega á óvart. „Við vissum í raun ekkert hvort einhverjir væru jafn spenntir og við fyrir svona umfjöllun um óleyst mál þar sem í raun er enginn endir. Þátturinn er líka í óformlegum frásagnarstíl, hann hefst á kynningu á málinu en í kjölfarið er hlustandanum boðið í umræður á milli tveggja vinkvenna um hinar ýmsu staðreyndir og kenningar í málinu. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það hvað hlustendur okkar eru duglegir að senda okkur skilaboð, mæla með þættinum og koma með sínar eigin kenningar og skýringar ásamt því að benda okkur á ný mál. Við höfum ekki haft undan að svara og erum ekkert smá ánægðar með allan áhugann sem þættinum hefur verið sýndur. Ætlunin er að halda áfram að sinna báðum hlaðvörpunum, það er ýmislegt spennandi í farvatninu og við höfum sjaldan hlakkað jafn mikið til vetrarins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp
Fókus
Fyrir 1 viku

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“