fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Margrét edrú í þrjá mánuði – Þakkar SÁÁ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 19:33

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, sem meðal annars er þekkt fyrir að stýra Facebook-hópnum stóra, Stjórnmálaspjallinu, tók þá ákvörðun að hætta neyslu áfengis fyrir þremur mánuðum. Margrét segir að þetta sé ákvörðun sem hún muni aldrei sé eftir og sé mjög þakklát fyrir.

Margrét lofsamar starf SÁÁ sem hafi hjálpað henni og mörgum öðrum til að öðlast betra líf – án áfengis.

Hún ritaði eftirfarandi pistil um þetta á Facebook:

„Langar að þakka frábæru samtökunum SÁÁ sem bjargað hefur mörgum mannslífum fyrr sinn þátt í minni edrúmennsku. í dag eru komnir 3 mánuðir eða 90 dagar frá því ég tók þá ákvörðun að hætta allri neyslu áfengis og leitaði ég til samtakanna til að fá aðstoð með það því ég hafði heyrt svo frábæra hluti um samtökin og fagfólkið sem vinnur þar, þetta er ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir og ávalt vera þakklát fyrir.

Það er alveg ótrúlega mikið af góðu fólki sem vinnur hjá SÁÁ og fyrirlestrarnir og prógrammið eru svo fræðandi og upplýsandi, tala nú ekki um sjálfskoðunina sem þessir fagaðilar ná að kveikja hjá manni, ég sagði að gamni mínu um daginn að mér finnist að allir ættu að fara í meðferð því allir hafa gott af svona sjálfskoðun og innri vitund og vera meðvitaðir um orskakir og afleiðingar áfengisneyslu sem og allri vímuefnaneyslu.

Í dag er ég brosandi og glöð og hef sjaldan liðið eins vel á ævinni, ég er að takast á við ýmsar nýjar áskoranir sem ég hef ekki gert áður og það er allt svo miklu auðveldara, innihaldsríkara og skemmtilegra svona allsgáður allstaðar.

Takk SÁÁ og allt það góða fólk sem ég hef kynnst í gegnum ferlið og þetta mikilvæga tímabil í mínu lífi.
Í dag er ég frjáls eins og fuglinn, enginn kvíði, enginn bömmer og engin eftirsjá.

Guð blessi samtökin SÁÁ og allt það góða fólk sem vinnur þar Amen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni