fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Nanna Kristín um skilnaðinn: „Hann er bara mjög sár og erfiður“

Fókus
Sunnudaginn 20. október 2019 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, segir að þættirnir Pabbahelgar sem eru sýndir á RÚV fjalli ekki um hennar eigin skilnað, hann sé of sár og erfiður til að hægt sé að grínast með hann. Þetta segir hún meðal annars í viðtali við Sunnudagssögur á Rás 2. Nanna Kristín fram­leiðir, skrifar, leik­stýrir og leikur aðal­hlut­verkið í Pabbahelgum en þættirnir fjalla um skilnað með gaman­sömu í­vafi þó og eru sagðir vera hárbeittir og fjarri því að vera hefðbundnir.

„Ég hef engan áhuga á að skrifa um minn eigin skilnað. Hann er bara mjög sár og erfiður, og held ég þurfi mörg ár í viðbót til að finna eitthvað kómískt þar,“ segir Nanna Kristín. Hún segist hafa fengið hugmyndina um þættina í námi erlendis. Henni hafi langað að skrifa kvenpersónu sem væri bara venjuleg og þyrfti að komast í gegnum daginn. „Svo þegar ég var að búa til heiminn ákvað ég að hjónaskilnaður hentaði vel, sorglegt en líka kómískt. Ég var búin að skrifa fyrsta þáttinn þegar ég kynni hugmyndina fyrir Skarphéðni Guðmundssyni sem var strax áhugasamur, en þetta tók sjö ár að komast frá hugmynd og á sjónvarpsskjáinn,“ segir Nanna Kristín.

Á þessum sjö árum gekk hún sjálf í gegnum hjónaskilnað. „Það er búið að spyrja mig oft hvort ég sé að skrifa um minn skilnað, en ég er ekki að gera það. Ég byrjaði að skrifa þetta áður. Ég hef engan áhuga á að skrifa um minn eigin skilnað. Hann er bara mjög sár og erfiður, og held ég þurfi mörg ár í viðbót til að finna eitthvað kómískt þar. Mér fannst mjög skemmtileg viðbrögð við fyrsta þættinum hvað fólk tengdi við litlu hlutina í þættinum – að sitja við morgunverðarborðið, setja bílstólinn í bílinn, gleyma að setja búninginn í skottið. Það er líka drama og þetta manneskjulega sem ég vildi sýna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta