fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Orri skýtur á þátt Gísla Marteins: „Hvernig væri að brjóta samkvæmið einu sinni upp?“

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2019 11:12

Orri Páll og Gísli Marteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, skýtur föstum skotum á þátt Gísla Marteins í Morgunblaðinu í dag. Hann gagnrýnir Gísla fyrir val sitt á viðmælendum fyrir þáttinn Vikan með Gísla Marteini. Orri Páll segist skrifa til Gísla í góðum og uppbyggilegum tilgangi.

„Þú ert frábær sjónvarpsmaður og aufúsugestur í stofunni á sveitasetri mínu á föstudagskvöldum en gestavalið í þættinum þarf að fara að hressast, eins og Eyjólfur forðum. Horfði maður bara á Vikuna myndi maður draga þá ályktun að í þessu landi byggju aðeins þrjár stéttir manna; uppistandarar, leikarar og stjórnmálamenn. hvernig væri að brjóta samkvæmið einu sinni og bjóða til þín bónda, starfsmanni Reiknistofu bankanna og kökuskreytingarmanni,“ spyr Orri Páll.

„Nú hef ég ekkert á móti þessum þremur stéttum sem þú hefur svona mikið dálæti á, það er upp til hópa hávandað fólk, en vandamálið er að það er yfirleitt bara komið í einum tilgangi til þín – til að plögga. Hvort sem það er sýning, viðburður, kvikmynd eða pólitísk stefna. Og plögg er alveg ofboðslega vont sjónvarpsefni á föstudagskvöldi.“

Orri Páll segir þó val hans á viðmælendum ekki hafa verið alslæmt í gegnum tíðina.

„Inn á milli slæðast plöggleysingjar og dæmi um frábæran gest sem þú hefur fengið til þín er Árni Helgason, lögmaður og ekki bindindisfrömuður. Hann hefur skýra og kóíska sýn á málefni líðandi stundar og þarf ekki að plögga nokkrum sköpuðum hlut. Þannig gesti máttu gjarnan leiða oftar til öndvegis. Árnaðu þig upp, lagsi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig