fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Hödd hætt að drekka: „Áfengi hefur verið mér svo mikil skömm“

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11. Október 2011, það er fyrir átta árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“

Svona hefst færsla Haddar Vilhjálmsdóttur fjölmiðlakonu, en hún hefur nú sett tappann á flöskuna og hyggst ekki taka hann úr aftur. „Ég hef notað áfengi til að deyfa sársauka frá 13 ára aldri en svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei,“ segir Hödd, sem bætir við að hún hafi náð botninum fyrir rúmu ári síðan og leitaði hún sér hjálpar í kjölfarið.

Þá segist hún hafa misstigið sig nokkrum sinnum á leiðinni en með aðstoð frá traustu fólki komst Hödd þó að lokum á betri stað. „Sjálf hef hef farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár,“ segir hún og tekur fram að brosið hafi verið eitt af þeim vopnum sem hún nýtti til að komast af, „eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna,“ segir hún.

„Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með að fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum