fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Damon Albarn semur um Ísland – á enn rúmlega 100 milljóna hús í Reykjavík

Fókus
Laugardaginn 5. október 2019 14:30

Damon Albarn. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Damon Albarn tilkynnti í vikunni að von væri á nýju efni frá honum undir nafninu The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows. Efnið er innblásið af landslagi Íslands og fer Damon á tónleikaferðalag með herlegheitin í maí á næsta ári. Meðal borga sem Damon treður upp í eru Búdapest, Eindhoven, París og London, en Reykjavík er hvergi að finna á listanum.

Hugsanlega bætist Ísland hins vegar við á tónleikastaðalistann þar sem það má með sanni segja að Damon Albarn sé sá útlendingur sem eigi titilinn Íslandsvinur hvað mest skilið. Þegar Damon var forsöngvari Blur á tíunda áratug síðustu aldar vandi hann komur sínar reglulega til Íslands. Í viðtali við DV árið 1996 sagðist hann ná djúpri tengingu við land og þjóð. „Ég saknaði Íslands eftir að ég var farinn til Bretlands og hlakka auðvitað mikið til þess að koma aftur, annars væri ég ekki að koma,“ sagði hann, en Damon var tíður gestur á Kaffibarnum og átti um tíma hlut í barnum.

Damon gerði meira hér á landi en að kaupa agnarsmáan hlut í öldurhúsi – hann keypti hér líka hús að Bakkastöðum 109 í Reykjavík. Um er að ræða tæplega þrjú hundruð fermetra eign, búna sex svefnherbergjum og verður fasteignamat hennar á næsta ári rúmlega 110 milljónir. Damon keypti húsið árið 2002 og á það enn. Damon fer fögrum orðum um Ísland í upplýsingum um nýja tónlistarverkefnið.

„Land miðnætursólarinnar, Ísland, er einstakt land sneisafullt af náttúrufegurð; jöklum, eldfjöllum, hverum, fjöllum og undursamlegum höfðum,“ segir hann og bætir við að verkið sé persónulegt og verði flutt með sinfóníuhljómsveit. Titill verksins er fenginn úr ljóðinu Love and Memory eftir John Clare.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni