fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Pétur Jóhann hélt að unnusta sín væri karlmaður: „Ég hélt hún væri bara eitthvað sturluð í hausnum“

Fókus
Föstudaginn 4. október 2019 10:20

Pétur Jóhann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínarinn, leikarinn og handritshöfundurinn Pétur Jóhann Sigfússon prýðir forsíðu nýjasta Mannlífs, en hann er með í bígerð uppistand sem er eins konar sjálfsævisaga. Í viðtalinu fer Pétur Jóhann um víðan völl, ræðir uppvöxtinn, fyrstu skrefin í gríninu, hæðirnar og lægðirnar í bransanum. Þá kemur hann einnig inn á einkalífið, en hann er trúlofaður Sigrúnu Halldórsdóttur. Þau kynntust árið 2007 og eiga sambandsafmæli í næstu viku, nánar tiltekið þann 7. október.

„Ég á eftir að giftast henni, við þurfum að finna daginn í það,“ segir Pétur Jóhann og fer yfir það hvernig þau kynntust. „Við kynntumst á Netinu, þegar Næturvaktin var nýbyrjuð í sýningu, á MySpace og hún bara sendi mér skilaboð þar hún Sigrún mín,“ segir Pétur Jóhann.

Sigrún og Pétur Jóhann töluðu fyrst um sinn aðeins saman í gegnum MySpace, oft langt fram á nætur, svo vikum skipti. Í viðtalinu við Mannlíf segir Pétur Jóhann að góð ástæða hafi verið fyrir því að hann dembdi sér ekki beint í að hitta hana.

„Ég var svolítið tregur, ég treysti ekki Netinu og hélt að Sigrún væri bara einhver vörubílstjóri, eða þú veist, bara einhver karl með mynd af konu. Af því á myndunum var hún alltof sæt til að vera eitthvað að tékka á mér. Og ég var viss um að þetta væri eitthvað rugl. En svo kom tímapunkturinn þar sem við ákváðum að hittast og hittumst í fyrsta skipti bara heima hjá mér í kaffi og svo síðan leiddi bara eitt af örðu. Ég hélt hún væri bara eitthvað sturluð í hausnum sko, nei djók! Sem við erum náttúrulega öll.“

Sigrún og Pétur Jóhann eiga hvort sína dótturina úr fyrri samböndum og einn son saman sem fæddur er árið 2011. Spéfuglinn segir ríkan samhljóm í sambandinu og dásamar tilvonandi eiginkonu sína í viðtalinu.

„Hún er kletturinn,“ segir hann. „Samt þýðir nafnið mitt klettur, þannig að ég er örugglega að einhverju leyti klettur hjá henni, ætli við séum ekki klettur hjá hvort öðru. Hún er náttúrulega óþrjótandi styrkur og leiðbeinir mér alltaf, ég get alltaf leitað til hennar.“

Forsíða Mannlífs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni