fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

52 andlát til skoðunar vegna lyfjaeitrunar – 10 yngri en 30 ára – 450 útköll vegna ofneyslu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 andlát til skoðunar vegna lyfjaeitrunar – 10 yngri en 30 ára– 450 útköll vegna ofneyslu

Embætti landlæknis hefur til skoðunar 52 andlát á árinu 2018 vegna gruns um að þau megi rekja til lyfjaeitrunar, auk þess sem 450 útköll voru á árinu vegna ofneyslu. Kemur þetta fram í tölum frá Landlæknisembættinu, en fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær.

Fjölmiðlar hafa mikið fjallað um aukna dánartíðni vegna lyfjaeitrunar, þar á meðal DV.

Um er að ræða bráðabirgðatölur, en rauntölur birtast í dánarmeinaskrá síðar á þessu ári. Dánarmeinaskrá fyrir árið 2017 sýnir að 30 manns létust það ár vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Meðalaldur einstaklinganna sem létust árið 2018 er 48,8 ár, 21 kona og 31 karl. Tíu þeirra voru yngri en 30 ára.

„Árið í heild sinni hefur verið verra heldur en árinu þar á undan. Við hins vegar höfum tekið eftir því að núna síðustu mánuði hefur heldur verið að draga úr þessu aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans.

Í sama streng tekur Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sem segir að lögreglan sjái um 50 tilvik á ári vegna lyfseðilskyldra lyfja. „Þetta eru mest karlmenn á aldrinum 18-73, og virðist talsverður hópur vera miðaldra karlar.“

Það er mikil aukning í lok árs 2017 og heldur áfram á fyrstu mánuðum 2018 og þá sjáum við þessi lyfseðilsskyldu lyf, en einnig lyf sem eru ekki þekkt á Íslandi og er ekki ávísað hér. Það er áhyggjuefni og hefur verið í umræðunni að þeim sé smyglað inn með ýmsum hætti. Þetta er birtingarmyndin hjá okkur,” segir Karl Steinar og bætir við að heldur hafi dregið úr þessum tilvikum, enda hafi verið gripið til ýmissa aðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli