fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Fókus
Þriðjudaginn 17. september 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, og eiginkona hans eiga von á eineggja tvíburum í lok janúar. Fyrir eiga þau tvö börn, sjö og níu ára.

Í bakþanka í Fréttablaðinu segir Haukur Örn að fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru honum „svolítið sjokk.“

„Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig […] Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt,“ segir Haukur Örn.

Hann segir að tilhugsunin um að keyra um á sjö manna bíl vera hrylling. „Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. […] Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig – og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““