fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli

Fókus
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur í mörgu að snúast þessa dagana en hann hefur verið ráðinn í hlutverk í vísindaskáldsögutryllinum Infinite ásamt stórleikaranum Mark Wahlberg. Fréttaveitan Deadline greinir meðal annars frá þessu.

Infinite er byggð á skáldsögunni The Reincarnationist Papers eftir D. Eric Mainkranz og segir myndin frá manni sem er ásóttur af eigin fortíð sem hann á erfitt með að muna til fulls. Dag einn uppgötvar hann margra alda gamalt samfélag sem enn stendur og vill Evan ólmur verða hluti af því. Í umræddu samfélagi hafa meðlimir þess aðgang að minningum fyrri lífa og mun aðkoma Evans hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á framvindu mála.

Hermt er að Wahlberg fari með burðarhlutverkið í myndinni og í leikhópnum má einnig gera ráð fyrir þeim Sophie Cookson, Kae Alexander og Dylan O’Brien, sem margir þekkja eflaust úr The Maze Runner myndabálknum og sjónvarpsseríunni Teen Wolf.

Infinite er leikstýrt af hinum þaulreynda Antoine Fuqua, sem er þekktastur fyrir myndirnar Training Day, Olympus Has Fallen, Southpaw og The Equalizer ásamt framhaldi hennar.

Þess má geta að Jóhannes mun einnig bregða fyrir á næsta ári í yfirnáttúrulegu ofurhetjumyndinni Bloodhot, en þar leikur hann skúrk sem berst við engan annan en Vin Diesel. Þá er leikarinn einnig væntanlegur í kvikmyndinni The Good Liar, með þeim Ian McKellen og Helen Mirren.

Infinite er væntanleg í kvikmyndahús um haustið á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi