Á Twitter síðu sinni í dag skrifaði Jón um nokkrar lygasögur sem hann hefur látið fara á flug en hann segist hafa mikinn metnað í að ljúga upp á fólk. Hann segist hafa logið mest upp á Sigurjón Kjartansson og Jógu, konuna sína.
ég hef mikinn metnað í að ljúga uppá fólk. ég hef logið mikið uppá @Skjartansson og Jógu. ég kom þeirri sögu af stað að @hugleikur væri sonur dags sigurðarsonar. alltaf þegar fólk var að tala um þennan Baldur þá fullyrti ég að þetta væri pabbi @gislimarteinn pic.twitter.com/FPCQcVaV5T
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
ég reyndi lengi að ljúga því að fólki að @logibergmann væri sonur Guðrúnar Bergmann og bróðir Guðjóns Bergmann. það náði aldrei neinu flugi held ég. Guðrún var þá með nýaldar búð í Kringlunni og ég sagði að Logi væri oft að afgreiða þar
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
mamma Steina Guðmunds @ThorsteinnGud er Helga Stephensen leikkona. ég reyndi að breiða út þann misskilning að hún væri Helga Steffensen sem er með Brúðubílinn og Steini væri að miklu leiti alinn upp í Brúðubílnum og hefði lengi talað fyrir Lilla sem barn pic.twitter.com/O0izwYYqxF
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
Pétur Jóhann Sigfússon er prestssonur. ég hef líklega ekki logið jafnmiklu uppá nokkurn mann. ég sagði alltaf að hann væri Vigfússon og sonur séra vigfúsar þórs árnasonar. veit ekki hvort það náði heldur nokkru flugi pic.twitter.com/hDvYbsyvnc
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
í viðtali við @helgiseljan í Kastljósi vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 reyndi ég að kenna @Skjartansson um gjaldþrot @tvihofdi ehf. ég hef reynt að kenna honum um allt sem úrskeiðis fer í samstarfi okkar og þetta var bara of gott tækifæri til að sleppa því
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
ég hélt því lengi fram að vinur minn og handritshöfundurinn @aevargrimsson byggi í vernduðum búsetukjarna og væri með stuðningsfulltrúa sem léti hann taka til og sturta niður úr klósettinu og maður þyrfti að vera farinn frá honum fyrir 11.30 á kvöldin. það náði nokkru flugi!
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
alltaf þegar Jóga fer á fyrirlestur eða námskeið og ef einhver spyr þá segi ég alltaf að það sé eitthvað reiðistjórnunar-dæmi eða þá að það sé einhver grúppa sem dómari skipaði henni að mæta í eftir eitthvað fylleríisrugl
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
þegar Nonni minn var tíu ára, var hann eitthvað að pæla í dópneyslu og spurði mig hvort eitthvað af eldri systkinum sínum hefði einhvern tíma verið í dópi. ég sagði að Dagur bróðir hans hefði eitt sinn verið heróínisti og lét hann svo hringja í hann til að spyrja hann útí það
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
alltaf þegar einhver, sem þekkir hann ekki mikið, spyr mig um Benna Erlings og hvað sé að frétta af honum þá segi ég að hann sé eitthvað að reyna að taka sig núna á og ég hafi hitt hann og hann hafi verið "edrú og flottur!"
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
alltaf þegar einhver, sem ekki þekkir hann, spyr mig útí Pétur Jóhann, þá reyni ég að gefa í skyn að hann sé siðblindur skapofsamaður, lítill kall sem situr á mikilli reiði. reyni að gera þetta settlega einsog ég sé að tala í trúnaði
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019
einu sinni var í fréttum að kona hefði gengið berserksgang á Akureyri. ég fullyrti í útvarpsviðtali að þetta hefði verið systir mín. hún varð smá fúl en ekki jafnmikið og þegar ég hringdi í hana í beinni þegar hún var að vakna upp eftir aðgerð og hélt að hún væri á Kastrup
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 3, 2019