fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Langmestur áhugi á bikiníatriði keppenda – Barn síns tíma?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 2. september 2019 12:30

F.v.: Keppendur í Miss Universe Iceland í ár. Birgitta Líf, framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miss Universe Iceland fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Hljómahöll í Reykjanesbæ og var Birta Abiba Þórhallsdóttir kjörin Miss Universe Iceland.

Vísir sýndi keppnina í beinni og birti síðan myndband af hverju atriði á vefnum.

Keppnin skiptist í nokkra hluta. Fyrst var upphafsatriði þar sem stúlkurnar dönsuðu og kynntu sig. Síðan komu keppendur fram á sundfötum. Næst á eftir því komu þær fram í síðkjólum.

Á eftir því voru efstu þrettán keppendur valdir og þeir þurftu að kynna sig á ensku fyrir dómnefndina og höfðu til þess 30 sekúndur. Síðan þurftu tíu efstu keppendurnir að sitja fyrir svörum dómaranna. Og að lokum voru veitt verðlaun.

Vísir er með klippur af öllum þessum atriði á vefnum sínum. Flestar klippurnar eru með frekar svipuð áhorf. Verðlaunaafhendingin er með um 6700 áhorf, „Topp tíu sitja fyrir svörum“ er með rúmlega 15 þúsund áhorf og viðtalið við Birtu eftir sigurinn er með um 15 þúsund áhorf.  En athygli vekur að ein klippan er með lang flestu áhorfin sem telja samtals 67 þúsund.

Vinsælasta myndbandið er af sundfataatriðinu. Keppendur voru allir í svörtu bikiní og með skikkju sem leit út eins og fiðrildavængir. Þú getur séð atriðið hér.

Nokkrir keppendur Miss Universe Iceland. Samsett mynd.Skjáskot/Vísir.

Það vakti athygli árið 2017 þegar Birgitta Líf, framkvæmdarstjóri Ungfrú Íslands, greindi frá því að keppendur myndu ekki koma fram á sundfötum það árið. Í staðinn var íþróttasýning frá Nike.

Hún sagði í samtali við Vísi á þeim tíma að „[við] höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma.“

Ungfrú heimur 1951.

Árið 2014 var ákveðið að sundfataatriðið yrði ekki lengur hluti af Miss World, en það hafði verið það síðan upphafi keppninnar árið 1951.

„Ég þarf ekki að sjá konur ganga fram og til baka í bikiníi. Það gerir ekkert fyrir konuna. Og það gerir ekkert fyrir ekkert okkar,“ sagði Julia Morley, fundarstýra Miss World, við Telegraph 2014.

Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland eru þær tvær fegurðarkeppnir sem hafa verið haldnar hér á landi síðustu árin. Sú sem er kjörin Ungfrú Ísland keppir í Miss World, eða Ungfrú heimur. Birta Abiba, Miss Universe Iceland, mun vera fulltrúi Íslands í Miss Universe.

Arna Ýr var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Tanja Ýr hlaut sama titill árið 2013.

Arna Ýr Jónsdóttir hefur til að mynda verið krýnd bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland. Hún var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015 og Miss Universe Iceland árið 2017.

Þá er spurningunni varpað til ykkar kæru lesendur, er sundfataatriði fegurðarsamkeppna barn síns tíma, eða sýnir áhugi netverja annað? Hvað finnst ykkur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum