fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Páll Óskar var handtekinn: „Þetta er skrýtnasta handtaka sem ég hef heyrt um“

Fókus
Föstudaginn 9. ágúst 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Óskar var gestur Egils Ploders í Burning Questions á Áttan Miðlar á dögunum. Í þættinum afhjúpar Páll Óskar ýmislegt, eins og hvaða kvikmyndatitill lýsir ástarlífi hans.

„Það er til mynd með Adam Sandler sem heitir Big Daddy, það lýsir ástarlífi mínu mjög vel. Stundum heitir ástarlíf mitt Get Out. Ég held að það sé algengast,“ segir Páll Óskar.

Páll Óskar rifjar upp tímann þegar hann skúraði kringluna sem unglingur. „Brjálæðislega gaman að þrífa kringluna, loved it,“ segir hann.

Aðspurður hvað sé það ólöglegasta sem hann hefur gert segir Páll Óskar frá því þegar hann var handtekinn.

„Veistu það, ég hef sko verið handtekinn fyrir ólöglegar eða allavega varsamar opinberar sýningar á „splatter“ myndum. Splatter myndir eru mjög gory blóðugar hryllingsmyndir. Ég hef mjög mikinn áhuga á hryllingsmyndum og hef alltaf haft,“ segir Páll Óskar.

„Ég var stundum fenginn til að halda fyrirlestra í skólum, menntaskólum og alls konar svona kvöldum og ég var með svona splatter fyrirlestur um sögu splatter myndanna og náttúrlega máli mínu til stuðnings þurfti ég að sýna vel valin atriði úr þessum myndum. En málið er að þetta var í Vinabæ og það hefur örugglega  gömul kona arkað inn í Vinabæ, einhver villuráðandi gömul kona labbað þarna inn og hún hefur örugglega haldið að hún væri að fara á bingókvöld. Við blasir bara gums. Þessi kona hefur hringt á lögregluna. Það næsta sem ég vissi, ég var akkúrat að DJ-a á skólaballi á Hótel Íslandi, koma lögreglumenn inn í DJ-búrið, þeir voru rosalega kurteisir og sögðu: „Við erum hingað komnir til þess að handtaka þig því okkur barst kvörtun, þú veist, útaf bíósýningum.““

Páll Óskar segir að hann hafi spurt lögregluna hvort hann mætti „klára giggið“ og koma svo upp á lögreglustöð, sem hann fékk að gera.

„Þetta er skrýtnasta handtaka sem ég hef heyrt um á ævinni,“ segir Egill Ploder.

„Löggunni fannst það líka,“ segir Páll Óskar.

 

View this post on Instagram

 

Páll Óskar í Burning Questions!! Þarf að segja meira? ? Burning Questions er í boði Kvikk – On the go ??

A post shared by Áttan Miðlar (@attanmidlar) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt
Fókus
Í gær

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur að þetta hafi endanlega gert út af við hjónaband Díönu og Karls

Telur að þetta hafi endanlega gert út af við hjónaband Díönu og Karls
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar