fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

„Hér í fangelsinu finnst mér ég frjálsari en þegar ég bjó með móður minni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. júlí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. júní árið 2015 að kvöldlagi fundu lögreglumenn í Greene County í Missouri í Bandaríkjunum lík Dee Dee Blanchard. Fannst hún á grúfu í rúmi sínu þar sem hún lá í blóðpolli, en á líkama hennar var fjöldi stungusára, sem voru nokkurra daga gömul. Blanchard var 38 ára gömul.

Gypsy Rose í dag og með móður sinni Dee Dee.

Nágranni hafði gert lögreglu viðvart eftir að hafa lesið óhugnanlegar Facebook-færslur sem dóttir hennar, Gypsy Rose, 24 ára, hafði skrifað fyrr um kvöldið. Gypsy þjáðist af hvítblæði og astma og var með andlega færni á við sjö ára gamalt barn vegna heilaskaða sem hún hlaut við fæðingu, ásamt fleiri kvillum, auk þess sem hún var bundin við hjólastól. Þar sem hjólastóll og lyf dótturinnar voru á heimilinu en hún ekki, var í fyrstu talið að henni hefði verið rænt. Annað kom þó á daginn og var Gypsy handtekin, ásamt kærasta hennar, Nicholas Godejohn, á heimili foreldra hans. Hafði hann myrt Blanchard að beiðni Gypsy. Parið hlaut dóm fyrir morðið, Gypsy fékk 10 ára dóm með möguleika á náðun, en Godejohn var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun, auk 25 ára.

Gypsy Rose og Nicholas Godejohn

Í ljós kom að Blanchard þjáðist af Münchausen by proxy-sjúkdómnum, sem felur í sér að þeir sem þjást af þessum sjúkdómi (yfirleitt konur) ljúga til um veikindi barna sinna og jafnvel framkalla sjúkdómseinkenni hjá þeim, líkt og í tilfelli Blanchard sem dældi lyfjum í dóttur sína, rakaði af henni hárið og lét hana notast við hjólastól alla daga, þótt hún væri fullfær um að ganga. Gerir foreldrið þetta til að fá athygli sem það telur sig eiga skilið.

Málið vakti heimsathygli og varð efni að þáttaröðinni The Act, sem kom út núna í ár, þar sem Patricia Arquette og Joey King leika mæðgurnar. Þættirnir hafa hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda, þá sérstaklega fyrir leik leikkvennanna, sem báðar hlutu nú í júlí tilnefningu til EMMY-verðlauna fyrir hlutverk sín. Gypsy Rose sagði í viðtali við E! Online að hún væri hrifin af King og ánægð með túlkun hennar á sér, en að öðru leyti væri hún óánægð með þáttaröðina, sem hún hefur þó ekki horft á. Segir hún það ósanngjarnt og ófagmannlegt að framleiðendur hafi notað rétt nafn hennar og sögu án hennar leyfis, og að gripið verði til lagalegra aðgerða gegn framleiðendum. Gypsy Rose unir hag sínum vel í fangelsinu, þar sem hún er að mennta sig og er trúlofuð manni sem hún á í bréfasambandi við. Segir hún fangelsið sem hún dvelur nú í betra en það sem móðir hennar lét hana ganga í gegnum. Þrátt fyrir það segist hún sjá eftir morðinu.

„Hér í fangelsinu finnst mér ég frjálsari en þegar ég bjó með móður minni, því nú má ég lifa eins og venjuleg kona,“ sagði Gypsy í viðtali við ABC News.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“