Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri kastaði fram spurningu í twitter-færslu sem hann birti í dag.
„Gæti svona kall eins og ég byrjað að læra Sögu í HÍ? Ég er 52 ára. Ég hef klárað um 60 einingar í fjölbraut (allt samt bara valfög) hef einu sinni reynt að skrá mig í HÍ, hélt að það væri einhver 35 ára regla, sem reyndist rugl. Ég er með meirapróf og byssuleyfi. Veit einhver?“
Jón hefur fengið fjölda viðbragða við spurningunni sinni, þar á meðal frá lífskúnsrenum, Þorsteini Guðmundssyni, en Jón og Þorsteinn léku saman í fóstbræðrum um árið.
„Sæktu um, það mun gefa þér mikið. Ef þú færð neitun þá nærðu þér í nokkrar einingar í fjarnámi og sækir svo aftur um. Þú hefur svo mikið að gefa. Go for it.“ segir Þorsteinn.
Jón svarar því með því að segja „Takk vinur. en mér hrís hugur við að endurupplifa þá niðurlægingu sem ég varð fyrir í skólagöngu. mig langar að hafa tækifæri til að leggja stund á Sögu en ég nenni ekki í FÁ að læra stærðfræði,“
Jón Gnarr er í þessum vangaveltum vegna þess að hann kláraði aldrei stúdentsprófið. Samkvæmt færslum Jóns á Twitter virðist honum langa svakalega í sagnfræði, en óttast að vera hafnað.
Þegar Jóni var bent á að það væri ekki endilega nauðsynlegt að vera með stúdentspróf, því það væru gerðar undantekningar segir hann „Sko ég hélt það alltaf en námsráðgjafi sagði að það væri bara misskilningur, HÍ hefði „leyfi til undanþága“ en það væri ALDREI gert,“
Því svarar Karl Sigurðsson, meðlimur hljómsveitarinnar Baggalúts „Ekki einu sinni fyrir fólk sem hefur KENNT í ERLENDUM háskóla?“
Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari tekur einnig til máls, en hún virðist hafa tröllatrú á Jóni „Hei núna ertu reynslunni ríkari og getur sagt veistu hvað. I was a mayor I can do this! Naðu þér í fimm háskólagráður strákur!“
Bára er þó ekki seinust í stórskotaliði svarara Jóns en Simmi Vill svarar líka „Klárlega. Pabbi var skólastjóri í menntaskólanum a Egilsstöðum og víðar. Hann hefur sagt við mig: Menntun er ekki bara fenginn í skóla. Sammála því. Aldrei of seint að bæta við sig þekkingu. Áfram þú!“