fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Mál Kevin Spacey fellt niður

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir því að eitt málanna sem hefur verið höfðað gegn bandaríska leikaranum Kevin Spacey verði fellt niður samkvæmt dómara. Leikarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingspilti, William Little að nafni, á bar í ríkinu Massachusetts. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á eyjunni Nantucket í júlí árið 2016 og er talið að Spacey hafi margsinnis þreifað á kynfærum drengsins án samþykkis.

Hermt er að Little hafi neitað að bera vitni fyrir dómstólnum af ótta við að varpa sök á refsivert athæfi á sjálfan sig með eigin vitnisburði. Talið er að hann hafi upphaflega sagt frá brotinu í einkaskilaboðum og sent þau áfram á þáverandi kærustu sína. Þessi skilaboð hafa þó ekki fundist og vill Alan Jackson, verjandi Spacey, meina að Little hafi eytt öllum sönnunargögnum sem visa til þess að hann hefði veitt leikaranum fullt samþykki. Því er ekkert annað í stöðunni en að fella málið.

Spacey hefur alla tíð neitað sök en hann hefur verið sakaður um sambærilegt athæfi af fjölmörgum einstaklingum undir lögaldri. Til að mynda er leikarinn sagður hafa áreitt fyrrum barnastjörnuna Anthony Rapp. Þá var Rapp um fjórtán ára gamall og þorði hann ekki að segja sögu sína fyrr en eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey rekinn úr sjónvarpsþáttunum House of Cards og tók hann þeim fréttum afar illa.

Þess má geta að leikarinn gaf út umdeilt myndband á aðfangadegi í fyrra þar sem hann skellti sér í gervi persónunnar Franks Underwood úr House of Cards. Þetta myndband markaði fyrsta skiptið þar sem hann kom opinberlega fram eftir ásakanirnar.

„Ég ætla svo sannarlega ekki að gjalda einhvers sem ég gerði ekki,“ segir Spacey í myndbandinu, sem sjá má að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“