fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Opnar sig um systurmissinn – Transkonan sem barðist hetjulega við HIV: „Við elskuðum hana út af lífinu“

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 11:00

David, Patricia og Alexis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Patricia Arquette opnar sig um systur sína heitnu, leikkonuna Alexis Arquette, í viðtali í hlaðvarpinu The HFPA in Conversations. Alexis fæddist í líkama karlmanns og bar nafnið Robert Arquette þar til hún hóf kynleiðréttingarferli árið 2004. Fyrir kynleiðréttinguna naut hún mikillar velgengni í kvikmyndabransanum og lék meðal annars í Pulp Fiction, The Wedding Singer og She’s All That.

Alexis í hlutverki sínu í Pulp Fiction.

„Við töluðum saman, við grétum“

Patricia segist í hlaðvarpinu hafa stutt dyggilega við systur sína á meðan á kynleiðréttingarferlinu stóð. Hún segir þetta vissulega hafa verið stóra ákvörðun og að þær systur hafi rætt þetta mikið sín á milli.

„Alexis gaf margt upp á bátinn til að lifa í sínum sannleika. Hún var leikari sem naut mikillar velgengni,“ segir Patricia. „Og við töluðum mikið um þetta. Hvað með vinnuna? Hvað með að fá hlutverk? Hvað með öll hlutverkin sem þú vilt leika, mun þetta há þér? Við töluðum um alls konar hluti og það er ógnvekjandi, satt best að segja.“

Patricia segir að þær hafi einnig velt fyrir sér stöðu transkvenna í heiminum.

Alexis Arquette lést árið 2016.

„Transkona var myrt bara í dag. Þannig að þetta er ógnvekjandi. Þannig að ég get ekki sagt að við höfum bara stutt hana og hvatt hana áfram. Við töluðum saman, við grétum, við töluðum um þetta allt. Alexis sagði: Veistu hvað? Þetta er í lagi. Þetta er breyting fyrir alla. Það er umbreyting fyrir alla,“ segir hún og bætir við að Alexis hafi ávallt vitað hvar hún hafði sína nánustu.

„Hún vissi að við elskuðum hana út af lífinu.“

Alexis lést í september árið 2016, 47 ára að aldri. Saga hennar var sögð í kvikmyndinni Alexis Arquette: She’s My Brother, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Tribeca árið 2007. Alexis barðist við HIV í 29 ár og var hjartastopp, sem var afleiðing sjúkdómsins, sem dró hana til dauða. Hún var umkringd fjölskyldu sinni á dánarbeðinu, þar á meðal systkinum sínum, leikurunum Richmond, Rosanna og David Arquette, auk Patriciu.

Alexis í grínmyndinni The Wedding Singer, þar sem hún fór algjörlega á kostum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug