fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Rapparinn Pusha T kemur í stað Ritu Ora á Secret Solstice

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Pusha T kemur í stað Ritu Ora sem aflýsti komu sinni á Secret Solstice. Hann er amerískur rappari með meiru sem hefur starfað undir merki Kanye West. Mikill fengur er talinn vera í því að fá þennan þekkta tónlistarmann til landsins. Secret Solstice sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna málsins:

Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag þá þurfti Rita Ora að fresta framkomu sinni á Secret Solstice til næsta árs vegna veikinda. Þegar aðstandendur hátíðarinnar höfðu veður af því á mánudaginn að hún væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni hófst þegar í stað vinna við að finna hugsanlegan staðgengil. Í dag sendi Rita síðan út yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af framkomu hennar á hátíðinni. Þegar það var ljóst að ekkert yrði af framkomu Ritu á hátíðinni var strax farið í það að ganga frá samningum við nýjan listamann og tókust samningar við bandaríska Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið.

Pusha T er amerískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðndi. Frá árinu 2010 hefur hann starfað undir merki Kanye West‘s GOOD Music Imprint, sem er undir risanum Def Jam Recordings og frá árinu 2015 gerði Kanye West hann að forseta GOOD Music. Nýjasta plata rapparans, Destiny, var tilnefnd til Grammy verðlauna sem plata ársins nú í ár.

Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell