fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Tapaði tveimur milljónum fylgjenda á stuttum tíma: Dramað sem enginn skilur – Sjáðu örskýringuna

Fókus
Mánudaginn 13. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldfimar umræður hafa myndast í kringum ágreining áhrifavaldsins, módelsins og förðunarmeistarans James Charles við tískugúrúinn Tati Westbrook. Sökum þessarar framvindu hefur Charles tapað rúmlega tveimur milljónum fylgjenda á skömmum tíma og er allt útlit fyrir því að sú tala muni hækka.

Þessi umtalaði ágreiningur hófst í apríl þegar hinn 19 ára gamli Charles auglýsti hárgreiðsluvörur frá Sugar Bear Hair á samfélagsmiðlum sínum. Þá kom í ljós að vörumerkið er mikill samkeppnisaðili Westbrook, sem sér um línuna Halo Beauty. Westbrook ásakaði Charles, sem hún áleit vera góðan vin sinn, um svik. Þetta leiddi til þess að hann reyndi að biðjast afsökunar á Instagram-aðgangi sínum. Það dugði þó ekki til, en hermt er að tískugúrúinn Westbrook hafi hjálpað Charles við að öðlast þá frægð sem hann hefur notið að undanförnu.

Á dögunum ákvað Westbrook að birta 43 mínútna myndband á YouTube þar sem hún rauf þögnina og útskýrði sína hlið málsins. Í myndbandinu hét hún því einnig að ljúka vináttunni við áhrifavaldinn.

Tati Westbrook og James Charles í góðum gír

Þá kom Charles með aðra einlæga afsökunarbeiðni og harmaði þau orð sem hann lét falla, en hann segir: „Meirihluti ferils míns hefur snúist um að gera mistök, læra af þeim og þroskast. Mér hefur ekki alltaf tekist það, ég skal viðurkenna það, en ég hef alltaf reynt mitt besta.“

Fylgjendahópur Charles hefur síðan á aðeins mánuði fækkað úr 16 milljónum í tæplega 14 milljónir og fjöldinn fer hægt og rólega minnkandi. Á móti hefur fylgjendahópur Westbrook vaxið.

Hér má sjá beint streymi þar sem aðgangar Charles og Westbrook eru bornir saman. Eins og blasir við er veraldarvefurinn kominn í lið með Westbrook.

Gangur þessa ágreinings hefur óneitanlega ruglað ófáa netverja í ríminu og hafa ýmis kostuleg viðbrögð sprottið frá umræddu drama, bæði frá þeim sem hafa gert stólpagrín að Charles og þeim sem hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi.

 

Grínistinn og leikarinn Vilhelm Þór Neto viðurkenndi þó á Twitter-síðu sinni að þetta mál væri honum afar hugleikið og hlóð hann í eitt stykki örskýringu til að sem flestir væru með á nótunum.

„Ég veit allt of mikið um þetta James Charles og Tati drama,“ segir hann og útskýrir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hefði aldrei getað dottið í hug að eiginmaðurinn myndi svíkja hana – „Hvað þá beint fyrir framan nefið á mér“

Hefði aldrei getað dottið í hug að eiginmaðurinn myndi svíkja hana – „Hvað þá beint fyrir framan nefið á mér“
Fókus
Í gær

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi