fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Tekst á við kvíðann í heimsreisu: „Kvíðinn tekur alla framtíðina frá mér og reynir að halda mér öruggum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 12. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Freyr Jogensen er tuttugu og tveggja ára gamall Reykvíkingur sem glímt hefur við mikinn kvíða allt frá blautu barnsbeini. Kvíðinn hefur heltekið líf Viktors í fjölda ára og hann lifði í stanslausum ótta við framtíðina allt þar til fyrir einu ári, þegar augu hans opnuðust og hann fór að sjá hvernig lífið hafði farið fram hjá honum.

Þá hóf Viktor mikla sjálfsvinnu og tókst á við margs konar verkefni til þess að yfirstíga óttann. Fljótlega fóru hlutirnir að skýrast almennilega og draumar framtíðarinnar fóru að taka á sig mynd. Það var þá sem Viktor tók þá ákvörðun að sleppa tökunum á óttanum og hoppa út í djúpu laugina. Hann pantaði sér flugmiða aðra leiðina til Noregs og það eina sem hann hyggst taka með sér verður reiðhjól, tjald og myndavél. Áætluð brottför Viktors er þann 15. maí í næstu viku og ætlar hann sér að hjóla einn í kringum heiminn á rúmlega einu ári. Segir Viktor í viðtali við blaðamann að heimsreisan sé aðeins upphafið að stórum draumum hans.

 

 

View this post on Instagram

 

15.05.2019 legg ég af stað í merkilegt ferðalag ~~~ Fyrir ekki svo löngu síðan ákvað ég að fara í ræktina og hjóla, eftir þann dag varð ég algjörlega húkt á því að hjóla. Ég hjólaði og hjólaði alla daga í ræktinni og á skjánum sá ég mig hjóla í suður Frakklandi. Um leið leyfði ég mér að dreyma um hversu sjúkt það væri að hjóla um í Frakkland í raun og veru. Draumurinn fór að festa sig betur í huga mér og var ég farinn að dagdreyma um að hjóla um heiminn… Áður en langt um leið var ég búinn að kaupa mér hjól og með eitt markmið að fara hjóla í kringum heiminn. Ég hjólaði allan veturinn alla daga, alla morgna og öll kvöld. Dagarnir héldu áfram og eftir að tíminn fór að móta þennan draum meira varð ég kvíðinn, stressaður, blankur og hef þurft að tækla allskonar hindranir en ég hélt allatf fast í drauminn minn. Kynntist fólki sem er búið að hjálpa mér ótrúlega mikið með að láta þetta verða að veruleika og ég verð að segja umhyggjan sem ég fékk frá fólki hefur svo sannarlega haldið mér jákvæðum og ákveðnum. Ég valdi mér dagsetningu sem er mér mjög kær og það er 15.maí, en einmitt þann dag í fortíðinni hætti ég að deyfa líkaman minn með áfengi og eiturlyfjum. Það má segja að eftir ég tók á við þann djöful, leið mér eins og allt sé mögulegt maður þarf bara trú og traust. Þetta ferðalag mitt verður sýnt hérna á instagram síðunni minni og ætla ég mér að vera duglegur að sýna einnig frá öllum undirbúningi. Takk fyrir stuðninginn, falleg og hlý skilaboð sem halda mér gangandi og magnað hvað það knýr mann áfram að elska. One love Viktor ❤️

A post shared by Viktor Freyr Joensen (@viktors_story) on

Alltaf verið svolítið hræddur

„Allt mitt líf hef ég verið í lítilli skel, ef svo má segja, og alltaf verið svolítið hræddur. En ég átti samt marga drauma sem mig langaði að láta rætast en ég þorði aldrei að láta verða af þeim. Ég var alltaf svo hræddur við framtíðina og það kom mér á svolítið slæman stað. Ég lýsi þessu svolítið eins og ég hafi verið farþegi í einhverri rútu á flakki og vaknaði svo bara hér og þar. Þannig var hausinn á mér og ég vissi ekkert hvert ég var að stefna eða hvað ég vildi verða.“

Fyrir rúmlega ári vaknaði Viktor skyndilega í fyrsta skiptið upp og fékk nóg af því að lifa lífinu á þennan hátt.

„Ég vaknaði þá upp og vissi hvað mig langaði að gera. Ég sá það í afar skýrri mynd og það var ekki neinn kvíði á bak við það. Vinnan í sjálfum mér hefur eiginlega verið meira ferðalag núna þetta ár, heldur en öll æska mín. Stefnan að því sem mig langar að gera, ekki bara þessi ferð, en hún er einungis hluti af öllu því sem mig langar að gera. Hún er upphafið að einhverju risastóru.“

Hægt er að lesa viðtalið við Viktor í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því