fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 09:30

Englar og djöflar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-sérfræðingarnir William, Angus og Antranig hjá Eurovision-síðunni Wiwibloggs fara ítarlega yfir lagið Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision, í nýju myndbandi. Þá velta þeir sigurlíkum Hatara fyrir sér.

„Þeir eru komnir til að rústa þessu og gætu unnið Eurovision fyrir Íslands,“ segir William sem er yfir sig hrifinn af laginu. „Lagið kallar fram einhverjar tilfinningar,“ segir hann. „Það kallar fram viðbrögð sem er mjög mikilvægt.“

Þá er hann einstaklega hrifinn af Klemens Hannigan, annars söngvarans í Hatara.

„Engillinn frá Reykjavík,“ segir hann og ljómar, og bætir við að það gæti verið klókt fyrir Hatara að láta atriðið enda þannig á sviðinu að „engillinn vinni.“ Þá er William alveg klár á því að Hatari komist upp úr sínum undanriðli og telur jafnvel að fagdómnefndir verði hrifnari af laginu en áhorfendur.

„Bindið mig niður og gerum þetta!“

Antranig er einnig mjög skotinn í laginu.

„Bindið mig niður og gerum þetta! Þetta er ótrúlega. Þetta er gjörsamlega stórkostlegt,“ segir hann og er ánægður með að Ísland taki áhættu í keppninni í ár.

„Ísland hefur verið að tefla fram öruggu lagi í mörg, mörg ár og það hefur ekki virkað. Núna taka þeir áhættu og eiga eftir að uppskera vel.“

Angus er hins vegar ekki aðdáandi lagsins og segir það óaðgengilegt. Hann telur þó að það eigi möguleika í keppninni.

Myndbandið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife