fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Pólski Eurovision-kvartettinn Tulia elskar Hatara: „Við kunnum að meta hugrekki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 14:00

Ólíkir stílar en eiga margt sameiginlegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Póllands til Eurovision í ár er kvartettinn Tulia sem flytur lagið Fire of Love, eða Pali się eins og það heitir á frummálinu. Í viðtali við pólska Eurovision-miðilinn Dziennik Eurowizyjny segja þær að Hatrið mun sigra með Hatara sé eitt af uppáhaldslögunum þeirra í keppninni, ásamt ítalska og portúgalska framlaginu.

„Íslendingar sýna gríðarlegt hugrekki. Við kunnum að meta hugrekki, sjálfstæði og hömluleysi í listsköpun,“ segja liðsmenn Tuliu. „Við finnum fyrir tengingu við Hatara því eins og þeir erum við með frumlegt framlag sem er ekki það sem fólk bjóst við og ekki tónlist sem massinn hlustar á.“

Pólsku flytjendurnir halda áfram að mæra Hataraliða.

„Fólk mun annað hvort kaupa þetta eða ekki en við kaupum Hatara, ekki aðeins vegna hugrekkis heldur einnig vegna heimspekilegs texta og fallegs viðlags. Þeir hljóma eins og blanda af Rammstein, Depeche Mode og einhverju mjög draumkenndu.“

Þá eru pólsku konurnar spurðar hvaða flytjanda í Eurovision þær myndu velja ef þær þyrftu að taka upp lag með einhverjum þeirra. Þá stendur ekki á svörunum.

„Hatara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife