Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ásgeirsson á von á barni með unnustu sinni, Adönnu Eziefula. Tilkynnir tónlistarmaðurinn gleðifréttirnar á Instagram en Adanna er komin þrettán vikur á leið.
„Það eru eflaust einhverjir á Íslandi spenntir fyrir að heyra fréttir af fyrirhuguðum barneignum. Nú er víst í lagi að segja frá. Fyrsta kafbátatæknisrannsókn kom vel út. Allir eru mjög spenntir.“
https://www.instagram.com/p/Buv8XAegTxt/
Helgi Valur vakti fyrst athygli í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2000 þar sem hann lenti í þriðja sæti. Síðan þá hefur hann ýmislegt sýslað í tónlistinni og tók meðal annars þátt í Söngvakeppninni árið 2016. Í dag er Helgi Valur búsettur í London ásamt unnustu sinni og leikur lífið greinilega við hann þessa dagana.