fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Eru ekki allir hressir? Geðheilbrigði háskólanema í brennidepli í HR

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mót hækkandi sól – árleg vitundarvakning um geðheilbrigði fer fram í Háskólanum í Reykjavík 29. janúar til 31. janúar.

Dagana 29. janúar – 31. janúar verður haldin geðheilbrigðisvika í Háskólanum í Reykjavík þar sem boðið verður upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn, kvíða, koffín og lyfjanotkun. Dagskráin samanstendur af hádegisfyrirlestri og málstofum um kvíða, líðan háskólanema og svefn. Viðburðirnir eru opnir öllum, auk þess sem hægt verður að fylgjast með þeim á netinu.

Sigrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, ríður á vaðið  í dag, þriðjudaginn 29. janúar og  fjallar um kvíða og gefur góð ráð til að ná tökum á honum. Fyrirlestur Sigrúnar verður í stofu M105 kl. 12-13.

Málstofa um líðan háskólanema á Íslandi, Eru ekki allir hressir? verður haldin í hádeginu á miðvikudag 30. janúar í stofu M209. Þar kynnir Ingvar Eysteinsson, meistaranemi í klínískri sálfræði við HR, niðurstöður rannsóknar á algengi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítalanum, ræðir lyfjamisnotkun háskólanema, áhrif þeirra og afleiðingar. Grétar Björnsson, félagsfræðingur og háskólanemi, ræðir áskoranir og líðan í háskólaumhverfinu og Sævar Már Gústavsson kynnir sálfræðiþjónustu HR og hvernig hún hefur nýst nemendum. Að erindum loknum verða pallborðsumræður þar sem meðal annars náms- og starfsráðgjafar HR taka þátt.

Málstofa um svefn verður svo haldin kl. 12-13:30 fimmtudaginn 31. janúar kl. 12-13:30 í stofu M104. Heiti hennar er Góða nótt: Svefn – skiptir hann máli fyrir líðan og frammistöðu? Þar halda Erna Sif Arnardóttir, Erla Björnsdóttir, Vaka Rögnvaldsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir erindi um svefn, svefnleysi, áhrif koffíns, reynslusögu af vökumaraþoni, afköst háskólanema og fleira.

Hægt verður að fylgjast með öllum viðburðunum í beinni útsendingu á netinu.

Dagskrá og nánari upplýsingar eru á vef HR.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“