fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fókus

„Hataðasti“ maður Íslands grætur og flýr land: „Þeir hentu pylsum í mig og sprautuðu úr tómatsósu yfir hausinn á mér“

Fókus
Laugardaginn 19. janúar 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Banshee sem er frá Barcelona starfaði í The hod dog stand í Austurstræti. Í desember fjallaði DV um reynslu hans af landi og þjóð og hvernig hefði verið að vinna við að afgreiða pylsur. Reynsla hans af því var langt í frá ánægjuleg  samkvæmt því sem fram kemur í myndskeiðinu. Starfið hafi orðið leiðinlegt með tímanum, rútínan of mikil og hann hafi í kjölfarið orðið drykkjumaður, sokkið í þunglyndi og í tvígang reynt að drepa sig. Sagði Kristian að eftir sjálfsmorðstilraunina hafi hann hætt í vinnunni og ákveðið að ferðast um landið.

Kristian opnaði sig fyrst á Reddit og birti langt og ítarlegt myndskeið á YouTube.

Þá hafði Kristian þetta að segja um skoðun sína á Íslandi:

„Okkur er sagt að hér geti allir draumar ræst. Náttúran er mögnuð en það er líka atvinnuleysi hér. Í augnablikinu höfum við þrjá tíma af sólskini og vindurinn hér gerir mann brjálaðan. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að Íslendingar taki mest af þunglyndislyfjum miðað við höfðatölu. Flestir Íslendingarnir sem ég vinn með taka slík lyf.“

Þá kveðst hann hafa fengið nóg af ferðamönnum sem taka myndir án þess að biðja um leyfi og tala endalaust um pylsur og Bill Clinton.

„Ég hef unnið nokkur ömurleg störf og þetta hefur verið sérstaklega erfitt. En það er eiginlega ekki erfitt að þjónusta Íslendinga. Ferðamennirnir eru erfiðari, þér líður eins og þú sért að vinna í skemmtigarði.“

Kristian hefur nú birt nýtt myndskeið á YouTube þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar. Er hann ósáttur með fréttaflutning DV af því sem hafi gengið á í lífi hans. Kveðst hann hvergi fá vinnu eftir að DV fjallaði um hann og hann hafi mátt þola gagnrýni og orðið fyrir ofbeldi. Þá hefur hann stofnað undirskriftasöfnun til að fá stuðning og aðstoð við að fá nýja vinnu.

Hann segir að upphaflega myndbandið hafi verið hróp á hjálp. Hann hafi birt það á YouTube og strax hafi aðdáendum fjölgað og komment undir myndskeiðinu verið falleg og uppbyggjandi og hjálpað honum að komast yfir sjálfsvígshugsanir. Kristian segir:

„Mín ráðlegging er að ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir, opnaði þá YouTube rás og lestu fallegu kommentin.“

En síðan hafi birst frétt um myndskeiðið:

„Það var skrifuð frétt um mig og ég málaður upp sem geðsjúklingur sem vildi ekki læra íslensku. Þegar ég skoðaði commentin voru flest á þeim nótum að ég ætti að yfirgefa landið eða opna eigin pylsustand í Barcelona. Ég hafði gerst sekur um stór mistök að birta myndskeiðið,“ segir Kristian.

Rétt er að taka fram að hvergi í umfjöllun DV er gefið í skyn að Kristian sé geðsjúklingur sem vilji ekki læra tungumálið. Kristian heldur engu að síður fram fullum fetum að grein DV hafi eyðilagt orðspor hans. Nú verði hann að ganga um með sólgleraugu. Segist hann einnig hafa íhugað að skipta um kyn og breyta um heimilisfang. Þá telja sumir notendur Reddit að myndskeið Kristians séu einskonar gjörningur og lítið sé hæft í því sem fram kemur í myndskeiðum hans og þykir ein furðuleg lýsing á atviki sem hann segist hafa orðið fyrir vera til marks um það. Atvikið á að hafa átt sér stað á bar hér í borginni. Kristian segir:

„Ég var á bar með nokkrum vinum mínum og ég sá hóp unglinga koma að mér og ég taldi að þeim líkaði kannski við myndskeiðin mín. Þeir héldu á tómatsósu og pylsum. Unglingarnir hentu pylsum í mig og sprautuðu úr tómatsósu yfir hausinn á mér.  Það er sturlað.“

Þá segir Kristian:

„Ég þarf að flýja Ísland í nokkrar vikur. Ég er í Skotlandi núna.“

Að lokum óskar hann eftir aðstoð við að fá vinnu. Í myndskeiðinu fellir hann tár og biður um hjálp:

„Ef þú átt fyrirtæki eða veitingastað. Mig vantar vinnu. Ég á erfitt með að fá vinnu því allir halda að ég muni reyna að fremja sjálfsmorð og mikil vinna […] Ég er fínn náungi. Ég get breyst. Gefið mér tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel