fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Elín Kára – „Er vigtin að spilla gleðinni?“

Elín Kára
Mánudaginn 17. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um hvernig við eigum ekki að láta vigtina stjórna hugarfarinu.

Hvernig stendur á því að allt gangi vel, mér líður vel, búin að hreyfa mig oftar en í vikunum áður og matarræðið hefur gengið vonum framar. En samt sem áður skilar það sér ekki á vigtinni?

Einhverjir myndu verða pirraðir og tala sjálfan sig niður vegna útkomunnar. Einhverjir pakka saman, hætta í prógramminu sínu og fara frekar að borða snakk og kók. Og enn aðrir kenna öllu öðru/m um árangursleysið.

Hvernig ætla ég að tækla þetta? Jú vissulega bar þetta ekki árangur akkúrat í morgun þegar ég steig á vigtina. Hins vegar er trend-línan á vigtinni niður á við og ég horfi frekar í hana heldur en töluna sem birtist á vigtinni á hverjum morgni. Mér finnst #10peppvikur prógrammið mitt ótrúlega skemmtilegt þannig að það væri fráleitt að hætta í því. Svo ætla ég hvorki að sigra heiminn né verða heimsmethafi í þyngdarlosun á tíu vikum, það koma aðrar tíu vikur eftir þessar. Þetta er langhlaup sem ég skokka í gegnum.

Ég held gleðinni hvort sem vigtin er upp eða niður einn og einn dag, svo lengi sem trend-línan til lengri tíma er í takti við markmiðin mín.

Hver er staðan eftir viku átta?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Matarræðið er búið að ganga svo vel. Ég er farin að brjóta daginn í þrennt; fyrir hádegi, frá hádegi fram að kvöldmat, eftir kvöldmat. Ég reyni eins og ég get að standa mig vel í hverjum þriðjung matarlega séð. Ef einn þriðjungur gengur illa þá er tækifæri til að láta næsta þriðjung ganga vel. Þetta er að virka vel fyrir mig. Með þessu næ ég miklu frekar að standa mig vel í matarræðinu yfir allan daginn.

Hver er erfiðasti þriðjungurinn? Klárlega parturinn „frá hádegi fram að kvöldmat“. Hann er áskorun upp á hvern einasta dag.

Ég er ennþá að vinna á veikleika mínum sem eru skammtastærðir. Það gengur ágætlega en ég get bætt mig töluvert meira þar.

Hreyfing: Loksins! Loksins gerði ég það sem er búið að vera plan síðustu 8 vikurnar. Ég tók góða 50 mínútna æfingu í bílskúrnum, var með einbeitingu á æfingunum og svitnaði þvílíkt. Af hverju „einbeitingu“? Ég veit ekki hversu oft ég hef farið til dæmis inn í bílskúr og ætlað að fara hreyfa mig en endaði svo á því að taka til í hillum og sópa gólfið.

Ég tók eina góða laugardagsæfingu sem var svona:

30 sek æfing/5 sek hvíld (tvær umferðir)

  • Ketilbjöllu sveifla
  • Handaæfing með teygju
  • Hnébeygja

Svo hljóp ég 1 km og náði allra besta tíma til þessa – þvílík snilld!!

Ég byrjaði á því fyrir nokkrum vikum að fara 1 km til að sjá hvað ég væri lengi með hann. Í fyrstu ferðinni gat ég skokkað um það bil fjögur skref, eftir það leið mér illa í grindinni út af meðgöngu/fæðingu. Fyrir utan það hvað ég var hreinlega þung á mér. Svo ég labbaði bara eins hratt og ég treysti mér. Ég tók tímann til að sjá hvað ég væri lengi með kílómeterinn. Eftir það var markmiðið mitt að vera alltaf fljótari en þetta með 1 km. Ég er algjörlega að ná því markmiði.

Vellíðan: Mér líður svo vel. Ég er búin að vera að hlusta mikið á hvetjandi hljóðbækur bæði í Podcast appinu og á Spotify. Það er svo nauðsynlegt að uppfæra hausinn á sér með góðu og hvetjandi efni þegar maður vill ýta sér áfram.

Ég er líka búin að vera minna mig á það sem ég sagði við sjálfa mig oft á dag fyrir mörgum árum síðan: „Ég á gott skilið!“

Ég á nefnilega gott skilið – og þess vegna gef ég sjálfri mér hollt og gott að borða, kem fram við sjálfið mitt og líkama af virðingu. Svo ætla ég ekki að bíða til fimmtugs til að standa með sjálfri mér.

Þetta allt geri ég vegna þess að „Ég á gott skilið“.

Vigtin: +200 gr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bónorð á Brooklyn-brúnni misheppnaðist stórkostlega

Bónorð á Brooklyn-brúnni misheppnaðist stórkostlega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd raunveruleikastjörnu skiptir fólki í fylkingar

Nektarmynd raunveruleikastjörnu skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“