fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Erna Kristín lét lokkana fjúka aftur – Hleypur fyrir Unicef í Reykjavíkurmaraþoninu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður, snappari og guðfræðingur birti mynd af sér á Instagram í gær, þar sem sjá má að hún hefur látið fallegu ljósu lokkana hverfa og krúnurakað sig.

„Krúnurakaði mig í dag. Hello FREEDOM,“ segir Erna Kristín, þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hún krúnurakar sig því hún gerði það einnig árið 2012, þegar hún stóð að söfnun fyrir börn í Kenya. Safnaði hún þá yfir 600 þúsund krónum.

Árið 2016 ákvað hún að endurtaka leikinn og hét því að raka hárið af sér aftur ef hún næði að safna 2 milljónum króna. Erna Kristín fékk þó að halda hárinu, því það voru 1.700.000 kr. sem söfnuðust þá.

„Núna var ekkert tilefni nema fyrir mig sjálfa,“ segir Erna Kristín og bætir við að það virðist erfiðara að gera eitthvað þegar það er fyrir mann sjálfan. Árið 2012 hafi þetta verið svo sjálfsagt.

View this post on Instagram

Okei…..svo þetta gerðist í dag…..ekki í 1x krúnurökuð, fyrra skiptið stóð èg fyrir söfnun fyrir börnin í Kenya og fauk hárið 2012. Núna var ekkert tilefni, nema fyrir mig sjálfa. Enda verð èg að viðurkenna, það var ekki jafn auðvelt að gera þetta núna. Èg veit ekki með ykkur en það virðist vera erfiðara að gera eitthvað þegar það er fyrir mann sjálfan. Árið 2012 var þetta svo sjálfsagt! #alltfyrirbörnin en núna þá var èg að strugla við allskonar samfèlagslegar pælingar þegar kemur að samþykki. Èg var að hnappa mig à hugsunum eins og “shit hvað ef þetta fer mèr hræðilega og hvað með exemið” Jà èg er að glíma við ehvskonar exem/kláða klúður á kollinum sem þýðir að èg verð að blása á mèr hárið í hvert skipti eftir sturtu annars tekur við óeðlilegur kláði og mikil óþægindi. Eins má èg ekki svitna þá fer allt í fokk. En svo er èg í miklum “fuck society” pælingum & ákvað því bara að stökkva…..konur þurfa ekki hár til að vera fallegar & samþykktar. Bara það að vera maður sjálfur & þora því er fegurð sem vinnur allar staðalímyndir! Èg vildi krúnuraka mig fyrir þægindin og frelsið að þurfa ekki að díla við þennan lubba á hausnum á mèr alla daga….èg mun eiga slæma daga þar sem èg er ekki tönuð og nýbúin að leika mèr með snyrtivörurnar mínar eins og núna…& hvað? Sköllótt og alsæl hvernig sem viðrar 👊🏻 TAKK elsku @solveigpalma & @studio_s_harstofa fyrir hjálpina !!! Ps How do you like ?

A post shared by ᴱ ᴿ ᴺ ᵁ ᴸ ᴬ ᴺ ᴰ (@ernuland) on

Erna Kristín, sem gekk að eiga unnustann, Bassa Ólafsson, tónlistarmann og trommuleikara í Kiriyama Family, á Ítalíu þann 18. júlí síðastliðinn, er þó alls ekki hætt að láta gott af sér leiða, þó að lokkarnir hafi í þetta sinn ekki fengið að fjúka fyrir neinn málstað.

Hún og sonur hennar ætla að hlaupa skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi fyrir Unicef.

„Við Leon ætlum að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir börnin í Jemen og ástæðan er þessi :Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja.

Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það
er nánast hvert einasta barn í landinu! Endilega leggið þeim lið með því að heita á okkur mæðgin.“

Heita má á þau mæðgin hér.

Hægt er að fylgjast með Ernu á Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 3 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“