fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Mesti töffarabíll allra tíma til sýnis um helgina: Jim Morrisson, Jay Leno og Bill Clinton völdu Mustang

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 4. maí 2018 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töffarakagginn Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós árið 1964 og hefur komið víða við á sinni lífsleið.

Alla tíð hefur hann verið tákngervingur frelsis, krafts og áhyggjuleysis og Mustang töffarinn hefur alltaf verið ákveðin týpa, stundum með sítt að aftan, stundum með derhúfu, stundum brillíantín, en alltaf, alltaf, alltaf – TÖFF.

Ford Mustang er sannkölluð goðsögn meðal bíla og ekki ofsögum sagt að sumir sem sjá bílinn kikni í hnjáliðum yfir þessu löðrandi kúli.

Tugir Mustang bíla til sýnis

Á morgun, laugardaginn 5. maí, ætla forsprakkar Mustang klúbbsins á Íslandi og Ford á Íslandi að halda veglega sýningu í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6.

Tugir Ford Mustang bíla verða til sýnis og geta gestir fræðst um sögu þeirra og sérstöðu. Það eru félagar Íslenska Mustang klúbbsins sem kynna bíla sína, en útgáfurnar eru orðnar fjölmargar sem hafa aldrei áður verið til sýnis. Bílarnir sem verða á sýningunni spanna að miklu leiti sögu Mustang frá upphafi til dagsins í dag svo aðdáendur þessa kagga fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð.

Frægir á Ford Mustang:

Jim Morrison söngvari The Doors: 1967 Nightmist Blue Shelby Mustang GT500 –  Eini bíllinn sem hann átti.
Jay Leno, skemmtikraftur: 1965 Shelby Mustang GT350
Bill Clinton 42. Forseti Bandaríkjanna: 1967 Mustang.  Clinton sagði að erfiðasta við að vera forseti var að geta ekki keyrt Mustang bílnum sínum.
Amber Heard, leikari: 1968 Mustang Coupe
Charlie Sheen, leikari: 1966 NASCAR Mustang bæjubíll – Hann gaf síðar sérsmíðaða Mustang bílinn sinn, að verðmæti 300.000 dollara, til góðgerðamála.

Mustang hefur komið fram í yfir 500 bíómyndum og á meira að segja stjörnu á Hollywood Walk of Fame

James Bond: Mustang var í þremur Bond myndum: Goldfinger, Thunderball og Diamonds are forever.
Basic Instinct: Michael Douglas keyrði Mustang árgerð 1991 blæjubíl.
Gone in 60 Seconds: 1971 Mustang Sportsroof dró löggurnar í 40 mínútna bílaeftirför.
A Man and a Woman: Franska Óskarsverðlaunamynd Claude Lelouch‘s var með Mustang sem keppti í  Monte Carlo Rally árið 1966.

Bullit – Mustang GT350 var í 10 mínútna bílaeltingaleik í myndinni.  Einn frægasti eltingaleikur kvikmyndasögunnar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=31JgMAHVeg0?rel=0&showinfo=0&ecver=2]

 

Nokkur fræg lög sem hafa verið um Mustang

Mustang Sally Wilson Pickett – Höfundur Mack Rice en Wilson Pickett gerði það frægt
Black Sunshine White Zombie- Þungarokkslagið Black Sunshine er um 400 hestafla Mustang
My Ford Mustang  Chuck Berry- Umræddur Mustang var 388 hö kirsuberjarauður 1966 árgerð.
Rollin´In My 5.0  Vanila Ice- Vanilla Ice söng „Rollin In My 5.0“ um að keyra um á 5 lítra Mustang.

Vissir þú?

  • Árið 1965 var Mustang settur á topp Empire State byggingarinnar í New York, sem var hæsta bygging heims á þeim tíma.
  • Árið 2013 var Mustang valinn eftirsóknaverðasti bíll Evrópu af AutoScout en það var áður en hann kom til Evrópu.
  • Mustang var í upprunalegu 16 bílaflóru leikfangaframleiðandans „Hot Wheels“
  • Barbie hefur átt marga Ford Mustang blæjubíla og þar af líka lengri gerðina.

Sýningin verður í Brimborg, Bíldshöfða 6 á laugardag – Opið verður frá 10-16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát