fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fókus

SAMFÉLAGSMIÐLAR: Facebook tilkynnir nýtt stefnumóta app – Mun Tinder fara á hausinn?

Fókus
Miðvikudaginn 2. maí 2018 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook eru um það bil 2.2 billjón manneskjur skráðar utan sambúðar og sambanda. Það er að segja, það eru 2.2 billjón einhleypingar á þessum samfélagsmiðli.

Að Facebook hafi ekki fyrir löngu verið búin að setja upp stefnumótaforrit fyrir allt þetta einhleypa fólk má kallast harla furðulegt, sérstaklega þar sem samfélagsmiðillinn var upprunalega hugsaður sem stefnumótamiðill fyrir háskólakrakka (hot or not).

Mark Zuckerberg tilkynnti í gær að markmiðið með þessari nýju viðbót væri ekki að hjálpa fólki til að komast í skyndikynni heldur væri hugmyndin að auðvelda notendum að finna sér framtíðar maka.

Í ræðu sinni benti Zuckerberger á að eitt af hverjum þremur ástarsamböndum byrjar á netinu í dag en í sumum borgum eru þau jafnvel fleiri.

Viðbótin mun ekki fara í loftið fyrr en einhverntíma síðar á árinu en eftirfarandi fídusar verða í boði: 

  1. Það verður sett upp sérstakt stefnumóta pósthólf við hlið þess hefðbundna. Þar verður bara hægt að senda skilaboð, engar myndir. Svo ekki hafa áhyggjur af óþægilegum sendingum.
  2. Deiting-prófíllinn þinn verður aðskilinn venjulega FB prófílnum þínum og vinir þínir koma ekki til með að sjá þig á stefnumóta síðunni nema þú viljir það.
  3. Þú færð sérstaka stefnumóta-fréttaveitu.
  4. Einhleypir munu fá aðgang að viðburðum og grúbbum þar sem einhleypir með sambærileg áhugamál eru líklegir til að koma saman.

Þar til nú fyrir skemmstu var hægt að slá t.d. inn „single women near me“ eða „my friends who are single“ í leitarstrenginn. Þá kom upp listi af fólki, vinum þínum og vinum vina, sem eru einhleypir og vildu láta vita af því.

Þetta gekk þó einungis ef Facebook var stillt á ensku og nú hafa þau lokað fyirr þennan fídus, eflaust til að skapa eftirvæntingu fyrir nýju viðbótinni sem mögulega gæti sett Tinder og ámóta forrit á hausinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“