fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Biggi í Dimmu: Síðasta giggið á Litla Hrauni á jólum

Fókus
Mánudaginn 24. desember 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jónsson trommari þungarokkssveitarinnar Dimmu tilkynnti það fyrir stuttu, aðdáendum sveitarinnar til mikils harms, að hann hygðist leggja kjuðana á hilluna, í það minnsta sem trommuleikari sveitarinnar.

Hann settist í síðasta sinn fyrir aftan trommurnar með Dimmu á Litla Hrauni í dag, en þar lék sveitin ásamt Bubba Morthens fyrir fanga og starfsmenn. Bubbi hefur spilað þar á jólum í 30 ár.

Viktor Hólm Jónmundsson var með sem rótstjóri og móralskur stuðningur, en söngvarinn Stefán Jakobsson komst því miður ekki með.

„Síðasta gigg mitt sem meðlimur DIMMU er afstaðið og er það kannski við hæfi að það var í öryggisfangelsinu á Litla Hrauni í morgun ásamt Bubba, en hann hefur verið að fara þarna í rúmlega 30 ár.

Mikil forréttindi að fá að létta þessum mönnum lífið pínulítið á jólum því þó að ástæður þess að menn eru þarna séu ekki fallegar þá eru þarna inni góðir drengir sem hafa misst stjórn á lífi sínu og sem eiga fjölskyldur og ástvini sem þeir geta ekki eytt jólunum með.

Ég get alveg fundið til með þeim vegna þess og óska þeim alls hins besta við að koma sér á beinu brautina. Þeir eru þakklátir og það kemur blik í auga þegar maður heilsar þeim eins og mönnum og býður þá velkomna á giggið.

Verum góð við hvort annað elsku vinir og sérstaklega litlu börnin okkar. Gleðileg jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“