fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Kertasníkir heldur toppsætinu sem vinsælasti jólasveinninn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR á vinsældum jólasveinanna þá er Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð með 29% tilnefninga.

Vinsældir Stúfs féllu á milli ára en hann situr enn í öðru sætinu, fjórum prósentustigum á eftir Kertasníki og Hurðaskellir var líkt og fyrri ár í þriðja sæti með 13% tilnefninga.

Kertasníkir reyndist vinsælasti jólasveinninn á meðal kvenna en heil 39% kvenna héldu sérstaklega upp á hann, samanborið við 19% karla. Á meðal karla reyndist Stúfur hlutskarpastur, en 22% þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 27% kvenna.

Spurt var: Hver er þinn uppáhalds jólasveinn?
Svarmöguleikar voru: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir og ég á engan uppáhalds jólasvein.
Samtals tóku 68,6% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust ekki eiga uppáhalds jólasvein.
Hlutfallstölur eru reiknaðar sem hlutfall af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar.

Nokkurn mun var að finna á vinsældum jólasveinanna eftir kyni svarenda. Kertasníkir var efstur á blaði hjá konum líkt og í síðustu mælingum en 39% kvenna sögðu hann sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 19% karla. Þá naut Stúfur mestra vinsælda á meðal karla (22%) en lenti í öðru sæti á meðal kvenna (27%). Hurðaskellir mætti með látum í þriðja sætið hjá báðum kynum en jólasveinninn ærslafulli reyndist þó ögn vinsælli hjá körlum (16%) heldur en konum (10%). Mestan mun á vinsældum eftir kyni svarenda var að finna hjá Bjúgnakræki, sem reyndist uppáhalds jólasveinn 9% karla en einungis 1% kvenna.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 5. til 11. desember 2018
Eldri kannanir sama efnis:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli