fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Randversson, tónlistarmaður, þýðandi og ljóðskáld, hefur sent frá sér dálitla bók sem ber heitið Gulur Volvo, en Tindur gefur út. Jólabókaflóðið okkar Íslendinga er afskaplega fjölbreytt og þessi litla bók er sérstæð perla í flóðinu. Sögurnar eru afar grípandi og hnitmiðaðar, fyndnar og sorglegar í senn:

„Þessar sögur eru skrifaðar á löngum tíma og fjalla allar um dauðann á einn eða annan hátt. Ein þeirra er til dæmis skrifuð árið 2004 og svo var önnur skrifuð í fyrra,“ segir Gunnar en sögurnar eru alls átta.

Missti föður sinn 11 ára gamall

„Ég fór að huga að útgáfu bókarinnar fyrir einu ári síðan og þegar ég las sögurnar yfir á ný þá sá ég að dauðinn dúkkaði upp aftur og aftur. Þetta er engin tilviljun. Pabbi minn dó þegar ég var 11 ára og móðir mín dó þegar ég var um tvítugt og þannig var ég rækilega minntur á það að lífið getur verið harður skóli. Ég hef samt aldrei sest niður og hugsað, „Jæja, nú ætla ég að skrifa um dauðann.“

En þó að dauðinn sé í sjálfu sér alvörumál þá er ekki þar með sagt að sögurnar séu drungalegar. Ég slæ öðru hvoru á létta strengi og hef fengið jákvæð viðbrögð frá fólki sem finnst sögurnar fyndnar.“

Aðalstarf Gunnars er tónlistarkennsla en hann er bæði menntaður píanóleikari og gítarleikari. Hann hefur gefið út ljóðabækur og fengist töluvert við ljóðaþýðingar, aðallega á norrænum skáldskap. Gulur Volvo er fyrsta prósaverkið eftir Gunnar. Bókin er til í flestum helstu bókaverslunum. Hún er ódýr og hentar ekki síst þeim sem langar til að gefa sjálfum sér glaðning og andlega hressingu á aðventunni um leið og þeir velja jólagjafir handa ástvinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ