fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu góða samverustund til þeirra sem standa þér næst

Sara Barðdal Þórisdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 8. desember bauð upp á skref:

Skref dagsins: Gefðu góða og 100% samverustund til þeirra sem standa þér næst

Af hverju? 

Ef þú átt börn gæti þetta verið yndisleg samverustund með börnunum þínum. Við gleymum okkur stundum í amstri og annríki dagsins með símann í annarri höndinni, headphones í eyrunum og Netflix í bakgrunni að reyna að fylgjast með öllu og vera á mörgum stöðum í einu. Hversu oft er það sem þú kúplar þig alveg út og einbeitir þér eingöngu að því sem þú ert að gera á akkúrat þeirri stundinni?

Börnin okkar þurfa ekki endalausa hluti, eitthvað ótrúlega dísætt og óhollt eða stórfenglegustu upplifun í heimi. Það besta sem við getum gefið þeim er óskipt athygli, að vera 100% til staðar hér og nú án utanaðkomandi truflana. Það getur algjörlega reynt á þolinmæðina okkar og oft er þetta ekki nákvæmlega það sem við sjáum fyrir okkur sem frábæra skemmtun, en það er nákvæmlega þess vegna sem þetta er mikilvægt – ekki síður fyrir okkur en þau.

Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eiga börn eða eru með þeim í dag en það sama gildir þrátt fyrir það. Gefðu samverustund án utanaðkomandi truflana þar sem þú ert í núinu. Slökktu á símanum eða skildu hann eftir heima, einbeittu þér að líðandi stund og þeim félagsskap sem þú ert með í dag. Vertu meðvituð um hvort þú grípir í símann þegar dauð stund gefst eða hvort þér finnist þú þurfa að fylla upp í tómarúm með sjónvarpi eða samfélagsmiðlum, niðurstaðan getur oft komið okkur á óvart.

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“