fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

Birgir kom að Kristni á sundskýlunni: Fékk svo áritaða bók í pósti í gær – „Geðsjúkdómar gera samfélagið litríkara“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út bókin Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli eftir Kristinn Rúnar Kristinsson. Hann hefur barist við geðhvörf í tæpan áratug og lent í ýmsum skrautlegum uppákomum í því alsæluástandi sem því getur fylgt. Hann komst í fréttirnar þegar hann berháttaði sig á Austurvelli, reyndi að tengjast Cristiano Ronaldo í gegnum Herbalife og stýrði umferð á sundskýlunni einni fata. Viðtal við Kristinn birtist í DV í lok október.

Kristinn tók sig til og sendi eitt áritað eintak til Birgis Arnars Guðjónssonar, Bigga löggu, sem kom að einu atvikanna sem nefnd eru hér að ofan. Atvikið sem um ræðir átti sér stað árið 2015 þegar Kristinn reyndi að stýra umferð á sundskýlunni. Þá var hann í maníu.

Í Facebook-færslu sem Biggi skrifar rifjar hann upp atvikið og hversu fljótt þeir Kristinn tengdu saman þrátt fyrir erfiðar aðstæður og þakkar hann Kristni kærlega fyrir sendinguna. Fjallar Biggi einnig um hvernig aðkoma lögreglunnar er oft í þessum málum, þrátt fyrir að þeir hafi ekki þjálfun eða kennslu til þeirra verka.

Lestu einnig: Kristinn Rúnar allsber í maníu á Austurvelli – „Ég vissi ekki sjálfur hvað þetta var“

Geðsjúkdómar fara ekki í manngreinarálit

„Kristinn er flottur og klár strákur og það hefur verið áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með honum og baráttu hans fyrir vitundarvakningu um geðsjúkdóma. Það er verðug barátta,“ segir Biggi. „Geðsjúkdómar fara ekki í neitt manngreinarálit. Ekki frekar en gigt, krabbamein eða gubbupest. Samt er okkur svo tamt að líta þá einstaklinga sem kljást við geðsjúkdóma aðeins öðrum augum. Setja þá í annan flokk fólks. Því þarf að breyta.“

Bendir Biggi á að í starfi hans, starfi lögreglumannsins, þarf hann og félagar hans oft að hafa afskipti af einstaklingum sem kljást við geðsjúkdóma. Eru þeir settir í þá stöðu án þess að hafa fengið næga þjálfun eða kennslu til þeirra verka. „Vonandi horfir það til betri vegar,“ segir Biggi.

Segir Biggi að hann viti ekki alveg hvernig hann myndi bregðast við ef hann væri í sömu stöðu. Ef lögregla og læknir myndu allt í einu banka upp á. „Við þurfum bara að skilja aðstæðurnar sem viðkomandi er í og bera virðingu fyrir honum sem einstaklingi.“

Nefnir Biggi nokkur dæmi, meðal annars að hann hafi horft á mann rífast við tölvuna sína og að hann hafi alls konar samtöl við einstaklinga, samtöl sem eigi sér enga stoð í raunveruleika þeirra sem ekki glími við geðsjúkdóma.

Geðsjúkdómar gera samfélagið líka litríkara. Samt vill enginn þurfa að bera þessa byrði. Hún er alltaf þung, óþægileg og hún tekur í. Það er okkar skylda sem samfélag að létta byrðina. Löggæslan og heilbrigðiskerfið þarf svo nauðsynlega að tala miklu betur saman. Við erum á réttri leið en það er enn langur vegur eftir.


Færslu Bigga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Ég fékk þessa fínu sendingu inn um póstlúguna í gær með fallegri kveðju frá höfundinum Kristni Rúnari. Ástæðan fyrir sendingunni er að í bókinni talar hann meðal annars um mál sem ég fór í. Ég man vel eftir því máli. Við vorum kallaðir á vettvang þar sem aðili var sagður vera að stjórna umferð á sundskýlu. Þegar við komum á staðinn hittum við áhyggjufulla aðstandendur umferðarstjórnandans sem tjáðu okkur að hann væri með geðhvarfasýki og þyrfi nauðsynlega á aðstoð að halda. Ég rölti fyrir hornið á húsinu þar sem aðilinn átti að vera og fann þar Kristinn í heita pottinum. Hann heilsaði mér eins og gömlum félaga þó við höfðum aldrei hist. Ég fattaði fljótt að hann tengdi svona vel við mig út af því að ég var þekktur, rétt eins og hann. Við ræddum ástæðuna fyrir því að ég væri þarna og hann virtist skilja það fullkomlega. Ég útskýrði líka fyrir honum að þar sem hann væri stór og stæðilegur og við þekktum hann ekki, þá þyrftum við að setja hann í handjárn til að tryggja öryggi allra. Hann hafði ekkert út á það að setja, kom upp úr pottinum og lagðist á grasið svo við gætum tryggt hann. Við áttum svo mjög áhugavert og eftirminnilegt spjall í lögreglubílnum og á geðdeild á meðan við biðum eftir viðtali.
Kristinn er flottur og klár strákur og það hefur verið áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með honum og baráttu hans fyrir vitunarvarkningu um geðsjúkdóma. Það er verðug barátta. Geðsjúkdómar fara ekki í neitt manngreinarálit. Ekki frekar en gigt, krabbamein eða gubbupest. Samt er okkur svo tamt að líta þá einstaklinga sem kljást við geðsjúkdóma aðeins öðrum augum. Setja þá í annan flokk fólks. Því þarf að breyta.
Eitt af því sem gerir geðsjúkdóma frábrugðna öðrum sjúkdómum er að við í lögreglunni þurfum stundum að eiga afskipti af einstaklingum með slíkan sjúkdóm. Við höfum til dæmis aldrei afskipti af mönnum vegna þess að þeir eru með gigt eða kvef. Samt eru lögreglumenn að sjálfsögðu engir geðlæknar. Við erum ekki einusinni heilbrigðisstarfsmenn. Við erum samt oft settir í þessa stöðu. Og það því miður án þess að hafa fengið næga þjálfun eða kennslu um þessi mál. Vonandi horfir það til betri vegar.
Ég hef oft stundum hugsað um það hversu súrealískt það hlýtur að vera fyrir einstakling sem er til dæmis í maníu og en einn sérlega frábæran dag bankar læknir upp á með löggu sér við hlið og segir: „Jæja kallinn minn, þetta er orðið gott. Þú þarft að koma með okkur“. Ég hef nefnilega oft verið þessi lögga. Ég veit ekki alveg hvernig ég myndi bregðast við. Hvernig myndir þú bregðast við ef það yrði bankað í þessum lesnu orðum? Það er enginn að biðja fólk um að skilja geðsjúkdóma. Það er ekki í okkar verkahring. Við þurfum bara að skilja aðstæðurnar sem viðkomandi er í og bera virðingu fyrir honum sem einstaklingi.
Ég hef verið beðinn um að henda fullt af ósýnilegum gestum út úr íbúð sem voru að angra húsráðanda. Ég beið rólegur á meðan íbúðin tæmdist og vann svo að því að viðkomandi fengi hjálp frá meiri sérfræðingum en mér. Ég hef séð mann rífast við tölvuna sína út af því að CIA var að njósna um hann. Ég hef átt allskonar svona samtöl við einstaklinga sem eiga sér enga stoð í mínum eigin raunveruleika. Þetta er það sem við lögreglumenn gerum reglulega. Við verðum vitni að hegðun sem passar á engan hátt í þann ramma sem við setjum um „eðlilega“ hegðun fólks. Ég hef farið í ótal útköll tengd þunglyndi, geðhvarfasýki, fíkn og fleiri geðrænum sjúkdómum. Stundum vegna þess að sjúkdómurinn hefur dregið viðkomandi til dauða. Flóra geðsjúkdóma er ótrúlega fjölbreytt. Mestu snillingar sögunnar eiga það margir sameiginlegt að hafa burðast með einhvern geðsjúkdóm. Geðsjúkdómar gera samfélagið nefnilega líka litríkara. Samt vill enginn þurfa að bera þessa byrði. Hún er alltaf þung, óþægileg og hún tekur í. Það er okkar skylda sem samfélag að létta byrðina. Löggæslan og heilbrigðiskerfið þarf svo nauðsynlega að tala miklu betur saman. Við erum á réttri leið en það er enn langur vegur eftir.
Takk Kristinn fyrir sendinguna. Þú ert snillingur. Áfram þú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 1 viku

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“