fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Hjartnæm jólaauglýsing fylgir ferli Elton John -„Þetta er þitt lag, þitt líf“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólaauglýsing John Lewis verslunarkeðjunnar er komin og stórstjarnan Elton John leikur í henni.

Auglýsingin sem ber nafnið Drengurinn og píanóið (The Boy And The Piano) kostaði 7 milljónir punda og fylgir hún lífi söngvarans goðsagnakennda. En í öfugri röð, frá nútíð til fortíðar, þegar Elton John fékk píanó að gjöf.

Smellur hans Your Song sem kom út 1970 hljómar undir og framkallar bæði gæsahúð og tár á kinn.

Með auglýsingunni brýtur John Lewis ákveðna hefð um að troða ekki dýrum og fallegum leikföngum eða öðru að áhorfendum, heldur selur þeim þá fallegu hugmynd að gjöf sé oft meira en gjöf, í þessu tilviki píanó sem leggur grunninn að löngum og gæfuríkum ferli einstaks listamanns.

Og í fyrsta sinn síðan 1950 þá mun keðjan selja píanó í verslunum sínum.
Söngvarinn vann náið með auglýsingastofunni til að tryggja að auglýsingin myndi fylgja ferli hans og fór hann í gegnum 300 handrit áður en það fullkomna fannst.

Auglýsingin kostaði sem áður segir 7 milljón pund og mun John hafa greitt sjálfur 5 milljónir, það tók níu mánuði að vinna hana og fimm leikarar leika John á mismunandi æviskeiðum.

„Auglýsingin geymir margar hjartnæmar minningar fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir Elton John. „Þetta var einstakt tækifæri fyrir mig til að líta yfir tónlistarferil minn og þá einstöku vegferð sem ég hef verið á og hvernig það að spila fyrst á píanó ömmu minnar markaði þá stund þegar tónlist kom fyrst í líf mitt. Auglýsingin er frábær og ég elskaði hverja mínútu af henni.“

Eiginmaður hans David Furnish bætti við: „Ég held að Elton hafi notið þess gríðarlega að vera með í þessu. Tilfinningalega þá er hann að hugsa um vegferðina sem hann hefur verið á sem listamaður og þegar hann var hvattur áfram af móður sinni og ömmu með píanóinu.

Jólaauglýsing John Lewis er mikilvægur hefð jólanna og hefur vakið hjá okkur margar góðar minningar og stundir í gegnum fyrri jólahátíðir, þannig að það var mikill heiður að vera beðinn um að vera með. Að sjá nákvæmnina og vinnuna sem fór í að skapa hana, nákvæmnina í hverju smáatriði er frábær, þannig að það er spennandi að sjá hana, eins og að fara skref aftur í tímann.“

Eins og venjulega þá er auglýsingin birt á samfélagsmiðlum og heimasíðu John Lewis, en í ár var sú nýbreytni að 83 þúsund starfsmenn keðjunnar fengu 2 klst. til að birta hana áður á sínum samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs