fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Tvískinnungur frumsýndur í kvöld

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 15:00

Tví­skinnungur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikritið Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 9. nóvember.
Tvískinnungur er fyrsta leikrit Jóns Magnúsar og byggir skuggalega á lífi hans og reynslu þegar ábyrgðarleysi og almennt sinnuleysi réðu ferðinni.

Ofurhetjurnar Iron Man og Svarta ekkjan hittast í partýi; og ekki er augljóst hvort þar mætast óvinir eða elskendur. Tvískinnungur er einvígi tveggja. Þau stíga inn í hringinn vopnuð tungumáli sem særir og tælir. Haltu mér, slepptu mér… Rím, slangur, ný orð. Spenna, fiðringur og fegurð… Undir hálfrímuðum texta ljóðaslammsins kraumar ólgandi undiralda, tilfinninga og þráhyggju og djúp og einlæg tjáningarþrá. Það liggur allt undir í leit að sannleikanum áður en hann hverfur í grámóskuna.

Töfrar Litla sviðs Borgarleikhússins eru nýttir til hins ýtrasta í leikmynd, búningum, vídjói og lýsingu og ekki síst í leik sem liðast upp undir rjáfur leiksviðsins og það reynir hressilega á leikarana ungu, Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Harald Ara Stefánsson, bæði líkamlega og andlega.

Leikarar í sýningunni eru þau Haraldur Ari Stefánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir er aðstoðarleikstjóri.

Sigríður Sunna Reynisdóttir sér um leikmynd og búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Young Nazareth, tónlist, Katrín Ingvadóttir, sviðshreyfingar, Margrét Benediktsdóttir, leikgervi, Garðar Borgþórsson, hljóðmynd og Elmar Þórarinsson, myndband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“