Samfélagsmiðlastjarnan Kim Kardashian setur á föstudag í sölu ilmvötnin KKW Body II og KKW Body III, það seinna er ætlað fyrir bæði kynin, svonefnt unisex.
Og auðvitað notar Kim tækifærið og kemur líkama sínum á framfæri en ilmvatnsglasið er afrit af líkama hennar í nokkrum mismunandi myndum.
Ekki er hægt að rölta í næstu verslun og þefa af ilmvatninu og spreyja því á sig til prufu, en það stoppar ekki aðdáendur Kim í að kaupa ilmvatnið.