fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Linda Pé býður upp á 7 daga áætlun að vellíðan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 11:30

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Linda Pé hefur tekið saman prógramm að 7 daga áætlun að vellíðan.

Auglýsir Linda prógrammið á heimasíðu sinni og geta bæði kyn verið með þó að markhópur Lindu sé konur. Þetta eru ráð varðandi heilsu og útlit og síðast en ekki síst sjálfsrækt sem Linda telur undirstöðulykil í almennri vellíðan en eins og flestir vita hefur hún áratuga langa reynslu er viðkemur heilsu, vellíðan og fegurð.

Á hverjum degi í 7 daga mun Linda senda þáttakendum dagsáætlun í tölvupósti og er markmiðin að allir fái aukna vellíðan í daglegt líf , meiri lífsgæði og heilsan bætist.

Innifalið í 7 daga prógramminu:

  • Dagleg áætlun
  • Mataræði
  • Uppskriftir
  • Innkaupalisti
  • Sjálfsrækt
  • Útlitsráð
  • Tölvupóstsamskipti við Lindu

„Ég vonast til að fólk fylgi þessari sjö daga áætlun og finni sér nýjan og betri lífsstíl,“ segir Linda sem hefur sett saman þetta vellíðunarprógramm út frá hennar eigin lífsstíl og reynslu í heilsugeiranum en auk þess hefur hún einnig menntun í heilsuráðgjöf (Health coach).

Þetta er ekki megrunarprógramm sem slíkt heldur mun frekar ráðgjöf til þeirra sem vilja huga að eigin líkama og vellíðan – án allra öfga. „Og síðast en ekki síst þegar við hugum vel að okkur hefur það gjarnan jákvæð og góð áhrif á andlega heilsu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“