fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Lady Gaga kaupir gullfallegt hús í New York – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Lady Gaga er að fá rífandi góða dóma fyrir frammistöðu sína í A Star Is born, svo góða að margir eru þegar farnir að orða hana við Óskarinn. Nýlega festi hún kaup á einstaklega flottu fimm hæða húsi í West Chelsea hverfinu í New York. Þar er allt til alls: heimabíó, vínkjallari, sundlaug og spa. Verðmiðinn er ekkert slor, eða 22 milljónir dollara.

Húsið er rúmlega 1000 fm2 með gluggum sem ná frá gólfi upp í loft, litapalettan er grá og hvít,

Stofuna prýðir arinn, eldhúsið er með marmara borðplötum og heimilistækjum í hæsta gæðaflokki og tvöfaldri glerhurð, þar sem gengið er út á 200 útisvæði, þar sem er grill, heitur pottur og borð og stólar.

Svefnherbergin eru fimm, teppalögð og í loftum hanga kristalsljósakrónur. Aðalsvefnherbergið inniheldur eldhúskrók og tvöfalt baðherbergi.

Stjörnuprýdd ljós eru á stigapallinum og hanga þau niður í gegnum allar fimm hæðirnar, til að auka á glamúrinn sem stjarna eins og Lady Gaga á skilið.

Á meðal fyrri eigenda er hönnuðurinn Karim Rashid, og á meðal nágranna eru leikkonurnar Katie Holmes og Emma Stone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur