fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Ævar Þór tilnefndur til minningarverðlauna Astrid Lindgren

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður er tilnefndur til alþjóðlegu ALMA verðlaunanna, en þau eru minningarverðlaun sænska barnabókahöfundarsins ástsæla Astrid Lindgren (Astrid Lindgren Memorial Award).

Ævar Þór er tilnefndur fyrir lestrarátak Ævars vísindamanns, sem ,,promoter of reading“, eða ,,lestrarhvetjari.“ Að vonum er Ævar Þór ánægður með tilnefninguna og segir orðið lestrarhvetjari hér með orðið ofurhetjunafnið hans.

Sænska ríkið stofnaði til minningarverðlauna Astrid Lindgren árið 2002 og er um að ræða inhver stærstu verðlaun sem veitt eru á sviði barnabókmennta, verðlaunaféð nemur fimm milljónum sænskra króna. 246 einstaklingar frá 64 löndum eru tilnefndir og er Ævar Þór sá eini frá Íslandi.

Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofnunum sem hafa lagt sitt af mörkum til framgangs barna- og unglingabókmennta, tilkynnt verður um verðlaunahafa 2. Apríl 2019.

Ævar Þór var nýlega í viðtali hjá DV sem lesa má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert