fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Nýtt myndband við lag Loga Pedro „Fuðri upp (GOGO)“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag gaf Logi Pedro út myndband við lagið Fuðri upp (GOGO) af stuttskífunni Fagri Blakkur sem kom út 21. September. Leikstjórn myndbandins var í höndum Vignis Daða en það var framleitt af Bergþóri Mássyni, Alexis Garcia og Loga Pedro.

Myndbandið var unnið í samvinnu við: Good Good, Icepharma, Jónsson & Le’macks og KUKL.

Logi Pedro gaf frá sér stuttskífuna Fagri Blakkur föstudaginn 21. september á streymisveitum Spotify. Platan inniheldur lögin Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík, sem eru poppsmellir með angurværum textum. Platan var tekin upp í 101derland hljóðverinu í sumar og fylgir eftir hans fyrstu plötu í fullri lengd.

Í laginu Reykjavík syngur Logi Pedro til sonar síns um tilfinningar og ást: „Stundum slær lífið tón svo að í eyrun sker, stundum falla fræ sem vildu ekkert verða tré…“

Í Fuðri upp (GOGO) syngur Logi Pedro með glettni til fyrrum ástar: „Við brennum öll undir sömu sól, við grétum öll þegar Jackson dó…“

Fyrr í sumar gaf Logi Pedro út sína fyrstu sólóplötu Litlir svartir strákar. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og er ein allra vinsælasta platan sem komið hefur út á þessu ári og er komin yfir tvær miljónir spilana. Smáskífan Dúfan mín hefur verið á topplistum Spotify síðan í janúar og náði einni milljón spilana núna í september á Spotify.

Les Frères Stefson er í eigu Loga Pedro og bróður hans Unnsteins Manuel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“