fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Myndlistarsýning með listviðburðum við Strandstíginn í Sjálandshverfi: Garðabærinn á sumarsólstöðum

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarsólstöður nálgast en fimmtudaginn 21. júní kl. 19.30-22 verður Jónsmessugleði Grósku haldin í tíunda sinn við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar.

Jónsmessugleði Grósku á 10 ára afmæli og verða fjölbreytt listaverk til sýnis í töfrandi umhverfi ylstrandar með útsýni yfir hafið.

Sýnendur eru um 40 talsins og hafa sjaldan verið fleiri enda hafa gestalistamenn í boði Grósku flykkst hvaðanæva af landinu til að taka þátt í Jónsmessugleði. Málverk á striga eru strengd milli staura og innsetningar ljá sýningunni sérstæðan blæ.

Fjölmargir aðrir listviðburðir verða líka á dagskrá, svo sem söngur, tónlist og ýmis konar glens og gaman.

Ungir sem aldnir láta ljós sitt skína enda er Jónsmessugleði fyrir fólk á öllum aldri. Einnig býður Gróska upp á veitingar og búast má við fjörlegu kvöldi.

Líf í tuskum

Myndlistarmennirnir vinna nefnilega að þessu sinni með þemað: „Líf í tuskunum“.

Að venju lýkur Jónsmessugleði Grósku svo með gjörningi kl. 22 sem vafalaust mun koma skemmtilega á óvart.

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stendur fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ og hefur boðið myndlistarfélögum frá öðrum bæjarfélögum til leiks með sér.

Einkunnarorð Jónsmessugleði Grósku eru: gefum, gleðjum og njótum og í þeim anda gefa allir listamennirnir vinnu sína þetta kvöld.

Tíunda árið í röð

Jónsmessugleði er stærsta sýning Grósku og var haldin í fyrsta skipti árið 2009.

Gróska var í raun formlega stofnuð upp úr því.

Síðan hefur Jónsmessugleði verið árviss viðburður sem hefur vaxið og dafnað með Grósku sjálfri og er áætlað að um 10 þúsund manns hafi mætt þegar fjölmennast var.

Allir eru velkomnir á Jónsmessugleði Grósku, Garðbæingar jafnt sem aðrir.

Fólk er hvatt til að fjölmenna og gera einkunnarorð Jónsmessugleðinnar að sínum með því að gefa, gleðja og njóta.

Smellið HÉR til að melda ykkur í viðburðinn á Facebook

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir