fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Voru þetta ömurlegustu tónleikar ársins?: Blaðamaður BT skrifar um tónleika með Björk

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski blaðamaðurinn Jeppe Elkær Andersen er skrambi skemmtilegur í skrifum sínum um Bjarkar tónleika sem fóru fram í Kaupmannahöfn síðasta föstudag en þar velti hann því fyrir sér hvort tónleikarnir með þessum „sjaldgæfa íslenska gíraffa“ hefðu verið „rasssjúkir“ (m.ö.0 ömurlegir) eða stórkostlega öðruvísi og flottir.

Í grein sem birtist á BT í gær skrifar Jeppe til dæmis að ef fólk ætlaði sér á Bjarkar tónleika til að djamma þá yrði það snarlega fyrir vonbrigðum og myndi rjúka beint á barinn til að demba í sig alkóhóli eða einhverju þaðan af sterkara. Betra væri því að gera sér aðrar væntingar um hverslags upplifunar væri að vænta.

Með glæra vængi og gyllta grímu

„Þessi upplifun er svo miklu meira en bara tónleikar,“ skrifar Jeppe og bætir við að heimur Bjarkar sé einskonar samspil af tón og myndlist. Eða með hans orðum: „En oplevelse ud over en simpel musikkoncert.“

Svo ber hann Björk saman við útlendingapólitík Sósíaldemókrataflokksins; annað hvort elski maður hana eða hati.

Hann skrifar að á slaginu 21.45 hafi Björk dúkkað upp í litríkri rauðri dragt með glæra vængi og gyllta grímu fyrir andlitinu. Hún minnti hann á fágætan fugl frá einhverri útópíu utan þessarar jarðar. Sex flautuleikarar í bleikum fötum hafi fylgt með og svo hafi hann séð DJ í einu horninu.

Hann lýsir því sem svo að tónleikagestir hafi ýmist staðið og starað á sviðið, algjörlega heillaðir, eða skrafað saman meðan beðið var eftir uppáhalds slagaranum.

Þegar lögin ‘Wanderlust’ og ‘Human Behaviour’ hafi byrjað að óma heyrðist minna í mannskapnum.

Svo ber hann Björk saman við útlendingapólitík Sósíaldemókrataflokksins; annað hvort elski maður hana eða hati.

Ömurlegustu (røvsyge) tónleikar ársins?

Í lokin spyr hann svo þessarar aggressívu spurningar – hvort tónleikarnir á NorthSide hafi verið þeir verstu á árinu og svarið segir hann einfalt. Já, ef fólk mætti til að djamma eins og á gömlu sveitaballi þá hafi það eflaust orðið fyrir vonbrigðum en sjálfur vaknaði hann sáttur með pakksödd skilningarvit eftir góða og fallega tónleika.

Dustaðu rykið af dönskunni og lestu þessa skemmtilegu grein HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife