fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

VIÐBURÐUR: Sólveig Ásta Sigurðardóttir fjallar um innflytjendur í íslenskum bókmenntum í kvöld

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 2. maí 2018 17:01

Sólveig Ásta Sigurðardóttir: Hvað getur íslenskur skáldskapur sagt okkur um fjölmenningu á Íslandi? Hvernig geta bókmenntarannsóknir lagt til gagnrýninnar umræðu um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi – Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.00

Á bókakaffi í maí fjallar Sólveig Ásta Sigurðardóttir um birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum bókmenntum og svarar meðal annars spurningunum: Hvað getur íslenskur skáldskapur sagt okkur um fjölmenningu á Íslandi?  Hvernig geta bókmenntarannsóknir lagt til gagnrýninnar umræðu um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi?

Sólveig Ásta er doktorsnemi í enskum bókmentum við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkjunum.

Í erindi hennar verða þrjár íslenskar bækur, Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason, Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarinn Leifsson skoðaðar með það að markmiði að greina hvernig höfundar framsetja persónur sínar.

Sólveig mun jafnframt leitast við að svara því hvort hægt sé að greina sameiginlega þræði í ólíkum verkum og hvernig  höfundar vinna með tungumál aðfluttra Íslendinga í verkum sínum.

Kaffikvöld eru röð viðburða á miðvikudagskvöldum í Menningarhúsi Gerðubergi en Bókakaffi er haldið fjórða miðvikudagskvöld í mánuði.

Þema Bókakaffis á vormisseri 2018 er fjölmenning, í tilefni af tíu ára afmæli fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins.

Af sama tilefni stendur safnið fyrir ráðstefnunni Rætur og vængir í maí 2018.

Kynnið ykkur dagskrá Bókakaffis á vormisseri 2018 á heimasíðu safnsins www.borgarbokasafn.is

[googlemaps https://www.google.com/maps/embed?pb=!1m18!1m12!1m3!1d1742.4817130137023!2d-21.81725978371047!3d64.10443892639093!2m3!1f0!2f0!3f0!3m2!1i1024!2i768!4f13.1!3m3!1m2!1s0x48d6736d5ea8c6c1%3A0x224a7bf23050ad4a!2zQm9yZ2FyYsOza2FzYWZuacOwIHwgTWVubmluZ2FyaMO6cyBHZXLDsHViZXJnaQ!5e0!3m2!1sis!2sis!4v1525280390149&w=600&h=450]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð