fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Nanna Elísa upplifði loks réttlæti: „Maðurinn sem nauðgaði mér mun ekki ljúka námi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Elísa Jakobsdóttir upplifði réttlæti gagnvart nauðgara sínum, en hún upplýsti um helgina að maður sem nauðgaði henni muni ekki fá að ljúka námi við Columbia háskóla, þar sem Nanna er við nám. Þetta er niðurstaða að undangenginni átta mánaða rannsókn á málinu af hálfu skólayfirvalda hjá Columbia háskóla. Nanna stundar nám við skólann. Áður starfaði hún við góðan orðstír sem blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nanna skrifar áhrifamikinn, opinn pistil, um málið á Facebook-síðu sinni. Blaðamaður DV hafði samband við Nönnu sem gaf leyfi fyrir birtingu. Pistillinn er á ensku en hljóðar svo í íslenskri endursögn:

„Í dag upplifði ég réttlæti. Maðurinn sem nauðgaði mér mun ekki ljúka námi við Columbia háskóla.

Hugrökku íslensku konurnar sem sögðu mér að kynferðisofbeldi sé ekki mér að kenna og hvað sem gerist þá þurfi maður að deila tilfinningum sínum og reynslu með ástvinum, þær voru í huga mér þessa átta mánuði sem rannsóknin stóð yfir við Columbia háskóla. Takk Drusluganga, María Rut og Helga Lind.

Í mínu máli sigraði réttlætið en ég veit að það er ekki veruleikinn hjá okkur öllum, EN ég bið ykkur samt um að SEGJA FRÁ, talið um reynslu ykkur og látið ALDREI þagga niður í ykkur,“ segir Nanna og bætir við:

„Vegna þess að:

Kynferðisofbeldi á aldrei að vera leyndarmál.“

Nanna Elísa segir mikilvægt að tilkynna alltaf um kynferðisbrot.

„Ég get ekki lofað ykkur því að þið uppskerið réttlæti en ég lofa ykkur því að þið munuð finna fyrir styrk og stolti. Ég veit að þið eruð hræddar. Ég veit að það er óréttlátt að þið þurfið að ganga í gegnum allt þetta ferli auk þess að glíma við nýjan raunveruleika. Ég veit að það er fáránlegt að við þurfum að sanna að það sem gerðist hafi í raun gerst þegar það var svona raunverulegt og heldur áfram að vera raunveruleg í huga okkar. En ofbeldi er fáránlegt. Ég veit að þið óttist að stíga inn í óvissuna: Hvernig bregst hann við, hvað gera vinir hans, mun einhver trúa mér? Verður hæðst að mér í yfirheyrslunni? Mun ég álíta eftir nokkra mánuði að það hefði verið betra að segja ekki neitt? Ég veit þetta. En þið verðið allar að muna að ofbeldi er glæpur. Við verðum að berjast.

Þú ert sterk. Þú ert hugrökk.“

Nanna segir, þú ert ekki það sem kom fyrir þig. Þetta er ekki þér að kenna og þú átt ekki að bera skömmina. Skilaðu skömminni þangað sem hún á heima. Þá segir Nanna að lokum í þessum áhrifaríka og mikilvæga pistli:

„Þegar þér líður eins og þú sért að bregðast öllum þá muntu vita að þú stóðst með sjálfri þér og því sem er rétt. Þú munt vita að þú lést ekki þann sem braut á þér hafa betur, hann kemst ekki upp með það sem hann gerði. Að minnsta kosti verður hann látinn horfast í augu við gjörðir sínar og svara fyrir þær. Við getum bara vonað að við höfum vakið fólk til umhugsunar, við getum bara vonað að heimurinn fari í auknum mæli að breytast og sífellt fleira fólk rísi upp og geri það sem þú gerðir – hafni ofbeldi.

#metoo“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið